Línolía
olía unnin úr hörfræjum
Línolía eða hörfræolía er gagnsæ eða gulleit olía unnin úr þroskuðum hörsfræjum (Linum usitatissimum). Línolía er þornandi olía þ.e. gengur í efnasamband við súrefni og myndar þá fast efni. Línolía er notuð óblönduð eða blönduð með öðrum olíum, kvoðukenndum efnum (resin) og leysiefnum sem glært lakk eða gljákvoða á við, sem bindiefni fyrir í olíulitum og til að gera kítti mjúkt og teygjanlegt og láta það harðna.