31. ágúst
dagsetning
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
31. ágúst er 243. dagur ársins (244. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 122 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1314 - Hákon háleggur færði höfuðborg Noregs frá Björgvin til Óslóar og lét reisa Akershuskastala.
- 1422 - Hinrik 6. varð Englandskonungur aðeins níu mánaða gamall.
- 1522 - Adriano Florensz varð Hadríanus 6. páfi.
- 1919 - Myndlistarsýning var opnuð almenningi í barnaskólanum í Reykjavík. Var þetta fyrsta slík sýning á Íslandi. 90 verk eftir 15 listamenn voru sýnd.
- 1944 - Íþróttabandalag Reykjavíkur var stofnað.
- 1955 - Langt suðvestur í hafi, um 100 mílur út af Reykjanesi, sáust borgarísjakar á reki og þóttu þeir vera á óvenjulegum stað.
- 1958 - Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Nautilus sigldi undir Norðurheimskautið.
- 1974 - Kanasjónvarpið lagði niður gamlan sjónvarpssendi og sendi eftir það út um kapal.
- 1978 - Líbanski trúarleiðtoginn Musa al-Sadr hvarf sporlaust í Líbýu.
- 1980 - Á Fljótsdalshéraði fannst silfursjóður mikill, talinn frá landnámsöld. Löngu síðar spunnust miklar deilur um aldur sjóðsins.
- 1980 - Pólska stjórnin gaf eftir og heimilaði stofnun Samstöðu, fyrstu frjálsu verkalýðssamtakanna í Sovétblokkinni.
- 1981 - Tuttugu slösuðust þegar sprengja sprakk á Ramsteinherstöðinni í Vestur-Þýskalandi.
- 1984 - Finnskt skip strandaði í Kverkinni í Eystrasalti. 150-200 tonn af olíu láku út og ullu miklu tjóni á lífríkinu við strendur hafsins.
- 1985 - Bandaríski fjöldamorðinginn Richard Ramirez var handtekinn í Los Angeles.
- 1986 - Sovéska farþegaskipið Admiral Nakimov rakst á flutningaskip í Svartahafi og sökk nær samstundis. 398 manns fórust.
- 1986 - Flutningaskipið Khian Sea lagði úr höfn í Philadelphia með 14.000 tonn af eitruðum úrgangi. Skipið sigldi síðan um höfin í leit að stað til að kasta úrganginum sem varð á endanum við Haítí.
- 1987 - Léttlestarkerfið Docklands Light Railway var opnað í London.
- 1987 - Sjöunda hljómplata Michael Jackson, Bad, kom út.
- 1991 - Kirgisistan og Úsbekistan lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1991 - Fjöldaslagsmál brutust út í Brumunddal í Noregi þegar leiðtogi hreyfingar gegn innflytjendum, Arne Myrdal, hélt þar ræðu.
- 1992 - Stærsta og íburðarmesta skemmtiferðaskip, sem lagst hafði við bryggju í Reykjavík var bundið í Sundahöfn. Þetta var Crystal Harmony, 240 metra langt skip. Það kom aftur tveimur árum síðar.
- 1994 - Lengsta skák í skáksögu Íslands var til lykta leidd með jafntefli eftir 183 leiki. Jóhann Hjartarson og Jón Garðar Viðarsson tefldu á Skákþingi Íslands í Vestmannaeyjum.
- 1994 - Írski lýðveldisherinn tilkynnti að öllum herðnaðaraðgerðum yrði hætt.
- 1994 - Rússneski herinn hvarf frá Eistlandi og Lettlandi.
- 1996 - Fyrra Téténíustríðinu lauk með vopnahléi.
- 1997 - Díana prinsessa af Wales og Dodi Al-Fayed létust í bílslysi í París.
- 2001 - Heimsráðstefna gegn kynþáttahyggju hófst í Durban í Suður-Afríku.
- 2004 - 16 létust í sjálfsmorðssprengjuárás á vegum Hamas í Ísrael.
- 2004 - 10 létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Moskvu.
- 2005 - Fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja, Hoyvíkursamningurinn, var undirritaður í Færeyjum.
- 2005 - 953 létust í troðningi á Al-Aaimmah-brúnni í Bagdad.
- 2006 - Málverkið Ópið eftir Edvard Munch fannst í Osló. Því hafði verið rænt 2 árum fyrr.
- 2008 - Danska dagblaðið Nyhedsavisen lagði upp laupana.
- 2012 - Armenía sleit stjórnmálatengsl við Ungverjaland eftir framsal og síðan náðun Ramil Safarov í Aserbaísjan sem var ákærður fyrir morð á armenskum hermanni.
- 2016 - Brasilíuþing samþykkti vantraust á forseta landsins, Dilma Rousseff.
Fædd
breyta- 12 - Caligúla, keisari Rómaveldis (d. 41).
- 161 - Commodus, keisari Rómaveldis (d. 192).
- 1559 - Oddur Einarsson, biskup í Skálholti (d. 1630).
- 1569 - Jahangir Mógúlkeisari (d. 1627).
- 1716 - Björn Markússon, íslenskur lögmaður sunnan og austan (d. 1791).
- 1728 - Jón Eiríksson, lögfræðingur og konferensráð (d. 1787).
- 1834 - Lárus Sveinbjörnsson, íslenskur sýslumaður og þingmaður (d. 1910).
- 1843 - Georg von Hertling, bæverskur stjórnmálamaður (d. 1919).
- 1870 - Maria Montessori, ítalskur uppeldisfræðingur (d. 1952).
- 1879 - Yoshihito, keisari Japans (d. 1926).
- 1880 - Vilhelmína Hollandsdrottning (d. 1962).
- 1912 - Ichiji Otani, japanskur knattspyrnumaður (d. 2007).
- 1924 - Buddy Hackett, bandarískur leikari og uppistandari (d. 2003).
- 1929 - Osamu Yamaji, japanskur knattspyrnumaður.
- 1940 - Jóhannes Jónsson, kaupmaður og athafnamaður, kenndur við Bónus (d. 2013).
- 1945 - Van Morrison, norður-írskur söngvari og lagahöfundur.
- 1948 - Páll Dagbjartsson, íslenskur skólastjóri og stjórnmálamaður.
- 1949 - Richard Gere, bandarískur leikari.
- 1953 - Olga Guðrún Árnadóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1956 - Tsai Ing-wen, forseti Taívan.
- 1960 - Hassan Nasrallah, líbanskur aðalritari Hezbollah-samtakanna.
- 1968 - Sigrún Sól Ólafsdóttir, íslensk leikkona.
- 1969 - Jonathan LaPaglia, ástralskur leikari.
- 1970 - Deborah Gibson, bandarísk söngkona.
- 1971 - Junior Jack, ítalskur tónlistarmaður.
- 1971 - Sean Gibson, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1972 - Ingibjörg Stefánsdóttir, íslensk söngkona.
- 1974 - Teruyoshi Ito, japanskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Örn Arnarson, íslenskur sundmaður.
- 1985 - Múhameð bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu.
- 1987 - Anton Sigurðsson, íslenskur leikstjóri.
Dáin
breyta- 1324 - Hinrik 2. af Jerúsalem (f. 1271).
- 1422 - Hinrik 5., konungur Englands (f. 1387).
- 1528 - Matthias Grünewald, þýskur listmálari (f. 1470).
- 1654 - Ole Worm, danskur læknir og fornfræðingur (f. 1588).
- 1724 - Loðvík 1. Spánarkonungur (f. 1707).
- 1805 - Steinunn Sveinsdóttir, íslenskur morðingi (f. 1767).
- 1867 - Charles Baudelaire, franskt skáld (f. 1821).
- 1919 - Jóhann Sigurjónsson, íslenskt skáld (f. 1880).
- 1920 - Wilhelm Wundt, þýskur sálfræðingur (f. 1832).
- 1945 - Stefan Banach, pólskur stærðfræðingur (f. 1892).
- 1953 - Olga Guðrún Árnadóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1969 - Rocky Marciano, bandarískur boxari (f. 1923).
- 1973 - John Ford, bandarískur kvikmyndaleikstjóri (f. 1894).
- 1981 - Karólína Guðmundsdóttir, íslenskur vefari (f. 1897).
- 1986 - Urho Kekkonen, Finnlandsforseti (f. 1900)
- 1997 - Díana prinsessa af Wales (f. 1961).
- 2002 - Guðmunda Andrésdóttir, íslensk myndlistarkona (f. 1922).
- 2005 - Józef Rotblat, pólskur eðlisfræðingur (f. 1908).