7. júní
dagsetning
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
7. júní er 158. dagur ársins (159. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 207 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1329 - Davíð 2. varð Skotakonungur við andlát föður síns, Róberts 1.
- 1494 - Spánn og Portúgal skrifuðu undir samkomulag sem skipti Nýja heiminum milli þessara tveggja landa.
- 1610 - Eftirlifandi landnemar í Jamestown ákváðu að yfirgefa nýlenduna og snúa aftur til Englands.
- 1640 - Sláttumannaófriðurinn hófst í Katalóníu.
- 1654 - Loðvík 14. var krýndur konungur Frakklands.
- 1673 - Þriðja stríð Englands og Hollands: Fyrsta orrustan við Schooneveld átti sér stað þar sem Hollendingar sigruðu enska og franska flotann undir stjórn Róberts Rínarfursta.
- 1692 - Skriðuföll í kjölfar jarðskjálfta eyddu stórum hluta borgarinnar Port Royal á Jamaíku.
- 1800 - David Thompson komst að upptökum Saskatchewan-ár í Manitóba.
- 1832 - Asísk kólera drap um 6.000 manns í suðurhéruðum Kanada.
- 1862 - Bandaríkin og Bretland ákváðu að hætta þrælasölu.
- 1863 - Mexíkóborg var hertekin af Frökkum.
- 1904 - Íslandsbanki hinn eldri tók til starfa. Bankinn hafði einkarétt á seðlaútgáfu og starfaði til ársins 1930.
- 1906 - Breska farþegaskipið Lusitania var sjósett.
- 1914 - Fyrsta skipið sigldi í gegnum Panamaskurðinn.
- 1929 - Vatíkanið og Ítalía viðurkenndu fullveldi hvers annars með Lateransamningunum.
- 1935 - Pierre Laval varð forsætisráðherra Frakklands.
- 1938 - Douglas DC-4 var flogið í fyrsta sinn.
- 1940 - Hákon 7. Noregskonungur, Ólafur krónprins og norska ríkisstjórnin fóru frá Tromsø og dvöldust í útlegð í London á meðan styrjöldin stóð.
- 1941 - Bandaríkin sendu 5000 manna herlið til Íslands.
- 1945 - Hákon 7. Noregskonungur sneri aftur til Noregs með fjölskyldu sinni, eftir fimm ár í útlegð í Bretlandi.
- 1951 - Í Fossvogskirkjugarði var afhjúpað minnismerki um þá 212 bresku hermenn, sem létust á Íslandi á árum seinni heimsstyrjaldarinnar.
- 1970 - Tonga fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1975 - Gríska þingið samþykkti að afnema konungsríkið og stofna lýðveldi.
- 1979 - Fyrstu almennu Evrópukosningarnar hófust í níu aðildarríkjum Evrópubandalagsins.
- 1982 - Priscilla Presley opnaði Graceland almenningi. Baðherbergið þar sem Elvis Presley lést fimm árum áður var þó haft lokað.
- 1986 - Sjóminjasafn Íslands var opnað í Hafnarfirði í tengslum við Þjóðminjasafnið.
- 1988 - Anna-Greta Leijon sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í Svíþjóð eftir að upp komst að hún hafði stutt einkarannsókn útgefandans Ebbe Carlsson á morðinu á Olof Palme.
- 1989 - 176 fórust þegar Surinam Airways flug 764 hrapaði í Paramaribo.
- 1990 - Skemmtigarðurinn Universal Orlando var opnaður í Flórída.
- 1992 - Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja, skip sem gat flutt 480 farþega og 62 fólksbíla í ferð.
- 1992 - Eldur kom upp í hallarkapellunni í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn.
- 1996 - Hópur frá IRA myrti rannsóknarlögreglumanninn Jerry McCabe við misheppnað bankarán í Adare í Limerick-sýslu.
- 1997 - Tölvunotandi með notandanafnið _eci gaf út kóða hugbúnaðar sem var síðar þekktur sem WinNuke.
- 1998 - Sveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu 4 sveitarfélaga á Suðurlandi.
- 1998 - Sveitarfélagið Fjarðabyggð varð til við sameiningu Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Neskaupstaðar.
- 1998 - Allir hreppar í Vestur-Húnavatnssýslu sameinuðust í Húnaþing vestra.
- 1998 - Álftaneshreppur, Borgarhreppur og Þverárhlíðarhreppur sameinuðust Borgarbyggð.
- 1998 - Dalvíkurkaupstaður, Svarfaðardalshreppur og Árskógshreppur sameinuðust í Dalvíkurbyggð.
- 1998 - Kjalarneshreppur sameinaðist Reykjavík.
- 1998 - Austur-Hérað varð til við sameiningu Egilsstaðabæjar, Eiðahrepps, Hjaltastaðarhrepps, Skriðdalshrepps og Vallahrepps.
- 1998 - Borgarastyrjöldin í Gíneu-Bissá hófst þegar Ansumane Mané tók völdin í herskála í Bissá.
- 1998 - James Byrd Jr. var barinn til bana af þremur hvítum mönnum í Jasper, Texas.
- 1998 - Ítalski hjólreiðamaðurinn Marco Pantani sigraði Giro d'Italia í fyrsta skipti.
- 2001 - Tony Blair var endurkjörinn forsætisráðherra Bretlands.
- 2006 - Abu Musab al-Zarqawi, einn helsti leiðtogi Al-Kaída í Írak, lét lífið í loftárás Bandaríkjamanna í Baqouba í Írak.
- 2008 - Evrópumót í knattspyrnu, EM 2008, var haldið í Austurríki og Sviss. Því lauk 29. júní.
- 2012 - Landssamband íslenskra útvegsmanna efndi til fjöldamótmæla á Austurvelli vegna fyrirhugaðra breytinga á kvótakerfinu.
- 2014 - Petró Pórósjenkó tók við völdum sem forseti Úkraínu.
- 2016 - Hillary Clinton varð fyrst kvenna opinber forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum.
- 2017 - Fimm hryðjuverkamenn á vegum Íslamska ríkisins réðust gegn íranska þinginu og grafhýsi Khomeinis. 17 almennir borgarar létu lífið.
- 2018 - Rakhmat Akilov var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkin í Stokkhólmi 2017.
- 2019 – Theresa May sagði af sér formennsku í Breska íhaldsflokknum.
- 2021 - Trojan Shield-aðgerðin: Yfir 800 meðlimir glæpasamtaka voru handteknir í samræmdum aðgerðum lögregluliða í 16 löndum.
Fædd
breyta- 1761 - John Rennie eldri, skoskur verkfræðingur (d. 1821).
- 1770 - Robert Jenkinson, jarl af Liverpool, breskur stjórnmálamaður (d. 1828).
- 1794 - Jón Thorstensen, íslenskur læknir (d. 1855).
- 1807 - Tómas Sæmundsson, prestur og einn Fjölnismanna (d. 1841).
- 1837 - Alois Hitler, faðir Adolfs Hitler (d. 1903).
- 1848 - Paul Gauguin, franskur listmálari (d. 1903).
- 1862 - Philipp Lenard, austurrískur eðlisfræðingur og verðlaunahafi eðlisfræðiverðlauna Nóbels (d. 1947).
- 1879 - Knud Rasmussen, grænlenskur landkönnuður (d. 1933).
- 1879 - Matthías Einarsson, íslenskur læknir (d. 1948).
- 1896 - Imre Nagy, ungverskur stjórnmálamaður (d. 1958).
- 1917 - Dean Martin, bandarískur söngvari og leikari (d. 1995).
- 1928 - David Malcolm Lewis, enskur fornfræðingur (d. 1994).
- 1928 - Olaf Olsen, danskur fornleifafræðingur (d. 2015).
- 1930 - Gérard Genette, franskur bókmenntafræðingur (d. 2018).
- 1933 - Jón Laxdal Halldórsson, íslenskur leikari og leikstjóri (d. 2005).
- 1940 - Tom Jones, velskur söngvari.
- 1941 - Nína Björk Árnadóttir, íslenskt skáld og rithöfundur (d. 2000).
- 1942 - Muammar Gaddafi, líbýskur einræðisherra (d. 2011).
- 1945 - Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis.
- 1952 - Liam Neeson, norðurírskur leikari.
- 1952 - Ferit Orhan Pamuk, tyrkneskur rithöfundur.
- 1958 - Prince, bandarískur söngvari (d. 2016).
- 1958 - Páll Stefánsson, íslenskur ljósmyndari.
- 1959 - Mike Pence, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1967 - Yuji Sakakura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Kim Rhodes, bandarísk leikkona.
- 1969 - Jóakim, prins af Danmörku.
- 1972 - Karl Urban, nýsjálenskur leikari.
- 1975 - Allen Iverson, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1981 - Anna Kournikova, rússnesk tenniskona.
- 1981 - Larisa Oleynik, bandarísk leikkona.
- 1985 - Kenny Cunningham, knattspyrnumaður frá Kosta Ríka.
- 1990 - Iggy Azalea, ástralskur rappari.
Dáin
breyta- 555 - Vigilíus páfi.
- 1329 - Róbert 1. Skotakonungur (f. 1274).
- 1394 - Anna af Bæheimi, Englandsdrottning (f. 1366).
- 1492 - Kasimír 4. Jagiellon, konungur Póllands (f. 1427).
- 1492 - Elísabet Woodville, Englandsdrottning, kona Játvarðar 4. (f. 1437).
- 1607 - Johannes Matelart, flæmskt tónskáld (f. fyrir 1538).
- 1710 - Louise de La Vallière, hjákona Loðvíks 14. (f. 1644).
- 1754 - Nicolai Eigtved, danskur arkitekt (f. 1701).
- 1788 - Holger Jacobaeus, danskur kaupmaður (f. 1733).
- 1840 - Friðrik Vilhjálmur 3. Prússakonungur (f. 1770).
- 1849 - Grímur Jónsson, amtmaður norðan og vestan (f. 1785).
- 1866 - Seattle höfðingi, frumbyggjaleiðtogi (f. um 1780).
- 1871 - August Immanuel Bekker, þýskur textafræðingur (f. 1785).
- 1871 - Torkil Abraham Hoppe, danskur embættismaður (f. 1800).
- 1876 - Jósefína, drottning Svíþjóðar og Noregs, kona Óskars 1. (f. 1807).
- 1894 - Hassan 1., konungur Marokkó (f. 1836).
- 1954 - Alan Turing, enskur stærðfræðingur og rökfræðingur (f. 1912).
- 1965 - Alexander Jóhannesson, íslenskur málvísindamaður (f. 1888).
- 1980 - Henry Miller, bandarískur rithöfundur (f. 1891).
- 1982 - Carlos Vidal, síleskur knattspyrnumaður (f. 1902).
- 2015 - Christopher Lee, enskur leikari (f. 1922).