Sébastien Bourdon
Sébastien Bourdon (2. febrúar 1616 – 8. maí 1671) var franskur listmálari frá Montpellier. Hann var sendur í læri til Parísar og fór í námsferð til Rómar 1636 þar sem hann tileinkaði sér verk Nicolas Poussin, Claude Lorrain og Caravaggios. Tveimur árum síðar neyddist hann til að flýja frá Ítalíu til að sleppa við ákæru frá rannsóknarréttinum þar sem hann var mótmælendatrúar.
1652 gerði Kristín Svíadrottning hann að sínum fyrsta hirðmálara.
Þetta æviágrip sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.