Smáeyjar eru vestur af Heimaey í Vestmannaeyjum. Eyjarnar eru fjórar en fjöldi dranga og smáskerja í kring.

Hér sést til hlua Smáeyja. Hæna (vinstri), Hani (miðja) og Hrauney (hægri).

Hani er stærstur Smáeyja og heitir hæsti hluti hans Hanahöfuð og er það 97 metrar á hæð.[1] Mikið gras er í Hana. Hæna er syðst eyjanna og er hún 57 m há. Áberandi hellir er á eynni og heitir hann Kafhellir. Þriðja eyjan er Hrauney. Hún er gróin að ofan en áberandi grýttir hamrar koma upp úr grrasinu. Í Hana og Hraunsey eru ból og þar er lundaveiði stunduð. Minnst eyjanna er Grasleysa og er hún ólík hinum vegna þess að ekki er eitt stingandi strá þar að finna. Í kringum þessar eyjar eru drangar og sker eins og Nafar, Jötunn og Potturinn.

Tilvísanir

breyta
  1. „Hani - Heimaslóð“. www.heimaslod.is. Sótt 10. mars 2019.