1816
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1816 (MDCCCXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- Ísafjarðarkaupstaður missti kaupstaðaréttindi til Grundarfjarðar (sem hafði verið sviptur þeim árið 1807).
- Hætt var að nýta Stjórnarráðshúsið sem tugthús.
- 30. mars - Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað.
- Manntal var tekið um land allt.
- Eldgos í Grímsvötnum.
- Oddur Hjaltalín var settur landlæknir.
Fædd
- 8. nóvember - Þórarinn Kristjánsson prófastur í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp (d. 1883).
Dáin
- 4. ágúst - Hallgrímur Þorsteinsson, prestur á Hrauni og Steinsstöðum í Öxnadal, faðir Jónasar Hallgrímssonar, drukknaði í Hraunsvatni (f. 1776).
- Árni Jónsson Eyjafjarðarskáld (f. um 1760).
Erlendis
- 1. janúar - Alexander 1. Rússakeisari skipaði svo fyrir að Jesúítar skyldu brottrækir úr Rússaveldi.
- 17. janúar - Eldsvoði lagði St. John's á Nýfundnalandi nær í rúst.
- 20. mars - Jóhann 6. varð konungur Portúgals og Brasilíu.
- 23. mars - Bændaánauð afnumin í Eistlandi.
- 2. maí - Leópold af Saxe-Coburg, síðar fyrsti konungur Belgíu, giftist Karlottu Ágústu prinsessu af Wales.
- Júlí - Byron lávarður, Mary Wollstonecraft Godwin, Percy Bysshe Shelley og John Polidori dvöldu í Villa Diodati við Genfarvatn í Sviss og sögðu hvert öðru sögur. Út úr því spruttu tvær klassískar hryllingssögur, Frankenstein eftir Mary Shelley og Vampíran eftir Polidori.
- 6. nóvember - James Monroe vann sigur á Rufus King í forsetakosningum í Bandaríkjunum.
- 11. desember - Indíana varð 19. fylki Bandaríkjanna.
- Svíar samþykktu lög um að öll börn undir tveggja ára aldri skyldu fá kúabólusetningu og var það fyrsta bólusetningarlöggjöf sögunnar.
- Embætti lögmanns Færeyja var lagt niður.
- Þetta var eitt kaldasta ár á norðurhveli jarðar í um sex hundruð ár og var kallað „árið þegar ekki kom sumar“. Vegna kulda um vorið og sumarið varð víða uppskerubrestur og hlutust af hörmungar og hungursneyð. Það sem olli loftslagsbreytingunum var eldgosið í Tambora-fjalli í Indónesíu vorið 1815 og gjóska sem þá barst út í andrúmsloftið.
- 12. desember - Konungsríkið Napólí og Konungsríkið Sikiley voru lögð niður og sameinuðust í Konungsdæmi tveggja Sikileyja.
Fædd
- 21. apríl - Charlotte Brontë, enskur skáldsagnahöfundur og ljóðskáld (d. 1855).
- 11. september - Carl Zeiss, þýskur sjónglerjasmiður (d. 1888).
Dáin