Fara í innihald

Kaíró

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kaíró
Kaíró er staðsett í Egyptalandi
Kaíró

30°3′N 31°14′A / 30.050°N 31.233°A / 30.050; 31.233

Land Egyptaland
Íbúafjöldi 9.606.916 (1 júlí 2018)
Flatarmál 214 km²
Póstnúmer
Horft yfir miðborg Kaíró.

Kaíró (arabíska: القاهرة, (umritað: al-Qāhirah)) er höfuðborg Egyptalands. Hún er fjölmennasta borg Afríku og fjórtánda fjölmennasta borg heims, með 20,5 milljónir íbúa á stórborgarsvæði sínu (2018). Borgin stendur á bökkum Nílar, og á eyjum úti í ánni rétt sunnan við þann stað þar sem hún skiptist í þrennt og rennur út í Nílarósa. Borgin liggur skammt frá höfuðborg Forn-Egypta, Memfis, sem var stofnuð um 3100 f.Kr.. Þar sem Kaíró stendur nú var fyrst byggt rómverskt virki kringum árið 150. Elsti hluti borgarinnar er á austurbakka árinnar en brýr tengja nú við borgarhlutana Gísa og Imbabah vestan megin árinnar. Kaíró er ein elsta borg í heimi.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.