Chanakya
Útlit
Chānakya (sanskrít: चाणक्य; tamílska: சாணக்கியன், um 350 – 283 f.Kr.) var ráðgjafi fyrsta keisara Maurya-veldisins, Chandragupta (um 340 – 293 f.Kr.) og helsti stuðningsmaður hans. Talið er að Chanakya sé höfundur fornindverska stjórnspekiritsins Arthaśāstra (þótt í ritinu sé höfundur nefndur Kautilya og Vishnugupta). Chanakya er talinn frumkvöðull í hagfræði og stjórnmálafræði og er gjarnan borinn saman við Machiavelli, enda þótt Chanakya sé 1800 árum eldri.