Sjö helstu iðnríki heims
Útlit
(Endurbeint frá G7)
Sjö helstu iðnríki heims (enska: „Group of seven“ eða G7) er pólitískt samráð milli Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands. Ríkin sjö eru ríkustu frjálslyndu lýðræðisríkin. Þau eiga nær 60% af heildarauðlegð heimsins og hýsa um 10% jarðarbúa. Samtökin urðu til 1973 út frá fundum fjármálaráðherra ríkjanna, en voru aldrei formlega stofnuð. Árið 1998 varð Rússland hluti af hópnum sem við það varð Átta helstu iðnríki heims, en þegar Rússland lýsti yfir þeirri ætlun sinni að innlima Krímskaga 2014 var þeim vísað úr samtökunum.