Land og synir (kvikmynd)
Land og synir | |
---|---|
Leikstjóri | Ágúst Guðmundsson |
Handritshöfundur | Indriði G. Þorsteinsson Ágúst Guðmundsson |
Framleiðandi | Jón Hermannsson Ís film |
Leikarar | |
Frumsýning | 25. janúar 1980 |
Lengd | 91 mín. |
Tungumál | íslenska |
Aldurstakmark | Leyfð |
Land og synir er kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson byggð á samnefndri skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar sem út kom 1963. Myndin var frumsýnd í ársbyrjun 1980. Hún fjallar um fólksfækkun á landsbyggðinni á kreppuárunum upp úr 1930. Myndin var að mestu tekin í Svarfaðardal sumarið 1979. Víða hefur verið fjallað um þessa mynd enda markar hún upphaf íslenska kvikmyndavorsins sem svo var kallað. Lýsandi frásagnir af kvikmyndatökunni og aðstandendum myndarinnar má finna í bókinni Svarfdælasýsl sem út kom 2017. [1]
Land og synir var með fyrstu kvikmyndunum sem gerðar voru með styrk úr kvikmyndasjóði sem úthlutaði fyrstu styrkjum til kvikmyndagerðar í apríl árið 1979. Meðal annarra sem hlutu styrk þetta ár voru kvikmyndirnar Veiðiferðin og Óðal feðranna en Land og synir hlaut hæsta styrkinn og er sú mynd sem jafnan er talin marka upphaf samfelldrar kvikmyndagerðar á Íslandi.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Óskar Þór Halldórsson og Atli Rúnar Halldórsson (2017). Svarfdælasýsl. Svarfdælasýsl forlag sf. Akureyri. bls. 554.