Fara í innihald

Poppkorn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Poppað poppkorn

Poppkorn (eða popp) er afbrigði af maískorni sem blæs út þegar það er hitað, t.d. í olíu, smjöri eða í örbylgjuofni og er það kallað að poppa poppið. Í 14-20% raka hitnar maískornið og brotnar þá skelin utan um maískornið og verður að poppi. Poppkorn var fyrst poppað af frumbyggjum Ameríku fyrir þúsundum ára, og er í dag vinsælt snarl.