Fara í innihald

Símonska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Myndskreyting við Hinn guðdómlega gleðileik eftir Dante þar sem hann ræðir við páfann Nikulás 3. sem hefur lent í víti fyrir símonsku.

Símonska nefnist tegund af spillingu sem gengur út á sölu embætta kirkjunnar eða helgra gripa. Nafnið er dregið af nafni Símons töframanns sem kemur fyrir í Postulasögunni í Biblíunni. Hann reyndi að bjóða tveimur lærisveinum Jesú fé fyrir gjöf heilags anda. Símonska merkir því verslun með hvers kyns andlega hluti og er bönnuð í kirkjurétti.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.