Fara í innihald

Stangveiði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fluguveiði í ánni Severn.

Stangveiði er fiskveiði með veiðistöng, strekktri línu og öngli. Veiðistangir eru oftast með veiðihjóli til að gefa línuna út, draga hana inn og geyma hana á hjólinu. Öngullinn er ýmist með beitu eða annars konar agn á borð við engjandi orminn (e. squirmy worm) og stundum eru flotholt og sökkur festar við línuna og öngulinn til að halda honum í réttri hæð í vatninu. Ýmsar tegundir stangveiði eru til, eins og fluguveiði, kastveiði, sjóstangveiði o.s.frv.

Stangveiði er aðallega stunduð sem sportveiði til afþreyingar en línuveiði, án veiðistanga, er svipuð aðferð sem notuð er við atvinnuveiðar. Í sumum tilvikum stunda stangveiðimenn sleppiveiði þar sem fisknum er sleppt lifandi eftir að hann hefur bitið á öngulinn.

Stangveiði er stunduð bæði á sjó og í ám og vötnum. Meðal fisktegunda sem veiddar eru með þessum hætti eru sverðfiskur, túnfiskur, þorskur, vatnakarpi, gedda, lax og silungur. Stangveiði er víða stunduð sem keppnisgrein.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.