William Rowan Hamilton
Útlit
(Endurbeint frá William Hamilton)
William Rowan Hamilton (4. ágúst 1805 - 2. september 1865) var írskur stærðfræðingur og sagður hafa verið mesti stærðfræðingur Írlands. Hans er líklega helst minnst fyrir framlag sitt til hreinnar stærðfræði með kenningum sínum um tvinntölur. Hann uppgötvaði einnig fertölur (enska: quaternions) og hagnýtingu óvíxlinnar algebru. Hann var kallaður undrabarn og sagt er að hann hafi talað 13 tungumál reiprennandi er hann var 13 ára. Hann varð prófessor í Dyflinni og Konunglegur stjörnufræðingur Írlands 22 ára gamall.