Fara í innihald

Kvars

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kvars frá Tíbet

Kvars er ein algengasta steindin á Íslandi. Það finnst bæði sem frumsteind og þá aðallega í súru storkubergi eða sem síðsteind og þá oftast sem holu- og sprungufylling.

Lýsing

Kvars þátttöku

Kvars er hvítt, mjólkurhvítt eða gráleitt á litinn, með glergljáa og bárótt eða óslétt brotsár. Kristallar eru sexstrendir.

  • Efnasamsetning: SiO2
  • Kristalgerð: Trígónal (hexagónal)
  • Harka: 7
  • Eðlisþyngd: 2,65
  • Kleyfni: Engin

Flokkun

Afbrigði kvars (kristallað):

Útbreiðsla

Finnst í graníti, granófýri og líparíti. Algengt sem holufylling í þóleiíti og er einnig algeng steind í myndbreyttu bergi, svo sem gneisi.

Notkun

Kvars hefur verið notaður í glergerð og sem slípiefni í sandpappír, fægilög, sápu og steinsteypu.

Heimild