Fara í innihald

Nýi heimurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kort af Nýja heiminum úr bók Pietro Martire.

Nýi heimurinn er heiti sem var notað af fyrstu landkönnuðum Ameríku þar sem sú heimsálfa var ný fyrir þeim, meðan Gamli heimurinn var sá heimur sem þeir þekktu fyrir (Evrópa, Afríka og Asía). Kristófer Kólumbus notað fyrstur hugtakið novi orbis um Ameríku. Árið 1516 gaf Pietro Martire út ritið De orbe novo um landkönnun Spánverja í Ameríku.

Hugtakið er einkum notað í samhengi við fyrstu könnunarleiðangra og landnám Evrópubúa í Norður- og Suður-Ameríku. Í líffræði er oft talað um gamlaheimstegundir og nýjaheimstegundir þegar talað er um tegundir sem urðu eftir í Ameríku við aðskilnað meginlandanna og þróuðust í aðrar áttir en sömu tegundir í Gamla heiminum.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.