Fara í innihald

Porto

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 30. júlí 2012 kl. 13:41 eftir Thijs!bot (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júlí 2012 kl. 13:41 eftir Thijs!bot (spjall | framlög) (r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við: mzn:پورتو)

Porto, áður Portucale, er borg í norðurhluta Portúgals, við nyrðri bakka Douro árinnar og liggur að Atlantshafi. Porto er önnur stærsta borg Portúgals og höfuðborg norðurhlutans.

Veðurfarið í Porto er milt. Sumur eru heit, allt uppí 40 gráður, en hitastigið er þó lægra en í flestum borgum í suðurhlutanum og inn til landsins, þökk sé köldum vindum sem blása af Atlantshafinu.

Sjálft nafn landsins, Portúgal, er tilkomið vegna borgarinnar sem jafnframt er fyrsta höfuðborg landsins. Að auki eru púrtvín nefnd eftir borginni (p. Vinho do Porto), þrátt fyrir að framleiðsla þeirra fari fram í annarri borg, Vila Nova de Gaia, sem aðskilin er Porto af Douro ánni.

Tengt efni