Fara í innihald

Richard Nixon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 30. júlí 2012 kl. 13:43 eftir Thijs!bot (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júlí 2012 kl. 13:43 eftir Thijs!bot (spjall | framlög) (r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við: mzn:ریچارد نیکسون)
Richard Nixon

Richard Milhous Nixon (9. janúar 191322. apríl 1994) var 37. forseti Bandaríkjanna frá 20. janúar 1969 til 9. ágúst 1974 fyrir repúblikana.

Hann fæddist í Yorba Linda í Kaliforníu sonur trúaðra kvekara. Nixon hlaut fullan styrk til laganáms við Duke-háskóla þaðan sem hann útkrifaðist með þriðju hæstu einkunn í sínum árgangi og starfaði sem lögmaður eftir að námi lauk. Nixon varð fulltrúi Kaliforníu í kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings árið 1946 fyrir repúblikanaflokkinn og árið 1950 varð hann öldungadeildarþingmaður. Árið 1952 var hann útnefndur sem varaforsetaefni repúblíkanaflokksins við framboð Dwight D. Eisenhower sem sigraði og varð Nixon einn yngsti varaforseti í sögu Bandaríkjanna.

Hann tapaði naumlega fyrir John F. Kennedy í forsetakosningunum árið 1960 og eftir tap í kosningum til ríkisstjóra Kaliforníu árið 1962 tilkynnti hann brotthvarf sitt úr stjórnmálum. Nixon snéri þó aftur og árið 1968 bauð hann sig fram í forsetakosningum og náði kjöri.

Forsetatíð

Brýnustu verkefni sem Nixon þurfti að kljást við á valdatíma sínum var að sameina bandarísku þjóðina eftir umbrotatíma sjöunda áratugarins þar sem mannréttindabarátta svartra var áberandi auk þess sem ungt fólk reis upp gegn gömlum gildum samfélgsins. Einnig olli Víetnamstríðið sem hann hlaut í arf frá forverum sínum mikilli ólgu í heiminum öllum en hann hóf það ferli að láta Bandaríkjaher hörfa frá Víetnam.

Nixon neyddist til að segja af sér embætti þann 9. Ágúst árið 1974 vegna yfirvofandi ákæru þingsins í kjölfar Watergate-hneykslisins en hann varð uppvís að því að reyna að þagga málið niður og afvegaleiða rannsóknina[1]. Á klukkustundar löngum blaðamannafundi með 400 ritstjórum AP-fréttastofunnar þann 18. nóvember 1973 reyndi Nixon að verja þátt sinn í málinu og lét þar meðal annars falla hin frægu orð; „I am not a crook“[2].


Fyrirrennari:
Lyndon B. Johnson
Forseti Bandaríkjanna
(1969 – 1974)
Eftirmaður:
Gerald Ford
Fyrirrennari:
Alben W. Barkley
Varaforseti Bandaríkjanna
(1953 – 1961)
Eftirmaður:
Lyndon B. Johnson


Heimildir

  1. http://nixonfoundation.org/president-richard-nixon/
  2. „American Heritage People“. Sótt 23. september 2010.
  Þetta æviágrip sem tengist sögu og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Snið:Tengill ÚG


Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG