Fara í innihald

Þvageitrun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þvageitrun (uraemia) er sjúkdómseinkenni sem kemur fram þegar nýrun geta ekki lengur losað blóðið við úrgangsefni svo sem þvagefni og önnur köfnunarefnisrík efnasambönd, sem myndast við brennslu í líkamanum.

Þvageitrun er lokastig flestra nýrnasjúkdóma. Einkenni eru drungi, ógleði, uppköst, niðurgangur, kláði, höfuðverkur, hiksti og á lokastigum óráð og krampar. Meðferð er fólgin í leiðréttingu sýrustigs blóðsins, blóðhreinsun með gervinýrum og upp frá 1975 með nýrnaígræðslu.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.