Þvageitrun
Útlit
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Þvageitrun (uraemia) er sjúkdómseinkenni sem kemur fram þegar nýrun geta ekki lengur losað blóðið við úrgangsefni svo sem þvagefni og önnur köfnunarefnisrík efnasambönd, sem myndast við brennslu í líkamanum.
Þvageitrun er lokastig flestra nýrnasjúkdóma. Einkenni eru drungi, ógleði, uppköst, niðurgangur, kláði, höfuðverkur, hiksti og á lokastigum óráð og krampar. Meðferð er fólgin í leiðréttingu sýrustigs blóðsins, blóðhreinsun með gervinýrum og upp frá 1975 með nýrnaígræðslu.