1498
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1498 (MCDXCVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Helgi Oddsson lögmaður lét af embætti.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 20. maí - Vasco da Gama kemur til Kalíkút á Indlandi, fyrstur Evrópubúa til að sigla sjóleiðina til Indlands, suður fyrir Afríku.
- Ágúst - Kristófer Kólumbus kannar meginland Suður-Ameríku í þriðju ferð sinni til Nýja heimsins.
- 17. apríl - Loðvík 12. varð konungur Frakklands.
- Júní - Niccolò Machiavelli kjörinn annar kanslari lýðveldisins Flórens.
- 30. júní - Maximilian 1. stofnaði Vínardrengjakórinn.
- 5. ágúst - Barthólómeus Kólumbus, bróðir Kristófers Kólumbusar, stofnaði Santo Domingo (nú í Dóminíska lýðveldinu) og er borgin elsta varanlega aðsetur Evrópubúa í Vesturheimi.
- Portúgalir sigla upp með ströndum Tansaníu og Kenýa.
- John Cabot siglir úr höfn og ætlar í nýjan leiðangur en sést aldrei framar.
Fædd
- Soffía af Pommern, Danadrottning, kona Friðriks 1. (d. 1568).
- Hieronymus Bock, þýskur grasafræðingur (d. 1554).
- 15. nóvember - Elinóra af Austurríki, drottning Portúgals og síðar Frakklands (d. 1558).
Dáin
- 7. apríl - Karl 8. Frakkakonungur (f. 1470).
- 23. maí - Girolamo Savonarola, ítalskur munkur og umbótamaður í Flórens brenndur á báli, (f. 1452).
- 16. september - Tomás de Torquemada, leiðtogi spænska rannsóknarréttarins (f. um 1420).