1675
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1675 (MDCLXXV í rómverskum tölum) var 75. ár 17. aldar sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 14. júní - Styrjöld Filippusar konungs braust út þegar Wampanoag-indíánar réðust á Swansea í Plymouth-nýlendunni.
- 28. júní - Brandenborgarar sigruðu Svía í orrustunni við Fehrbellin.
- 10. ágúst - Karl 2. Englandskonungur lagði hornstein að Konunglegu stjörnuathugunarstöðinni í Greenwich.
- Í september - Skánska stríðið hófst með því að Danir og Brandenborgarar gerðu árás á Svía í Pommern.
- 11. nóvember - Gottfried Wilhelm von Leibniz notaði heildun í fyrsta sinn til að finna flatarmál svæðisins undir fallinu y=x.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Antonie van Leeuwenhoek hóf að rannsaka vefi og vökva úr mannslíkamanum með smásjá.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 31. mars - Benedikt 14. páfi (d. 1758).
- 11. nóvember - Samuel Clarke, enskur heimspekingur (d. 1729).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 18. maí - Jacques Marquette, franskur trúboði (f. 1637).
- 5. ágúst - Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup (f. 1605).
- 11. nóvember - Thomas Willis, enskur læknir (f. 1627).
- 15. desember - Johannes Vermeer, hollenskur listmálari (f. 1632).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- 4. júlí - Galdramál: Lasse Diðriksson, sjötugur að aldri, tekinn af lífi á Alþingi, með brennu, fyrir galdra, en hann var sakaður um að valda veikindum Björns Pálssonar, prestsins Halldórs Pálssonar og Egils Helgasonar.
- Galdramál: Magnús Bjarnason var tekinn af lífi á Húnavatnsþingi, með brennu, fyrir galdra, gefið að sök að valda veikindum Helgu Halldórsdóttur í Selárdal.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Upplýsingar um framangreindar aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.