Fara í innihald

Adsman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Adsman (arabíska: عجمان, alþjóðlega hljóðstafrófið: /ʕʤma:n/) er það minnsta af Sameinuðu arabísku furstadæmunum við mynni Persaflóa. Landsvæði furstadæmisins er aðeins 260 km², eða svæðið kringum borgina og tvær hjálendur, Masfut og Manama, í Hadsarfjöllunum þar sem er stundaður landbúnaður. Íbúafjöldi Adsman er áætlaður um 270 þúsund (2004) og þar af búa flestir í höfuðborginni Adsman. Furstadæmið hefur vaxið bæði að stærð og í efnahagslegu tilliti sökum nálægðarinnar við Dúbæ.

Adsman er þekkt fyrir skipasmíðar. einkum smíðar hefðbundinna arabískra seglskipa (dhow). Borgin er staðsett við náttúrulega vík þar sem slippirnir eru.

Adsman er undir stjórn fursta af Al Nuaimi-ættinni. Núverandi fursti er Humaid bin Rashid Al Nuaimi (frá 1981) sem stjórnar landinu ásamt krónprinsinum Anmar bin Humaid Al Nuaimi. Efnahagur furstadæmisins hefur vaxið mikið undanfarin ár og byggir nú á framleiðslu neysluvara, fiskveiðum, frísvæðum og flutningum auk hefðbundinna skipasmíða.

Furstar í Adsman frá 1820

[breyta | breyta frumkóða]



 
Furstadæmin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Flag of the United Arab Emirates
Abú Dabí | Adsman | Dúbaí | Fúdsaíra | Ras al-Kaíma | Sjarja | Úmm al-Kúvaín