Allt um Evu
All About Eve | |
---|---|
Leikstjóri | Joseph L. Mankiewicz |
Handritshöfundur | Joseph L. Mankiewicz |
Framleiðandi | Darryl F. Zanuck |
Leikarar | Bette Davis Anne Baxter |
Dreifiaðili | 20th Century Fox |
Frumsýning | 13. október 1950 |
Lengd | 138 mín. |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | Leyfð öllum |
All About Eve er bandarísk kvikmynd frá árinu 1950 með Bette Davis í aðalhlutverki. Myndin var leikstýrð af Joseph L. Mankiewicz og byggð á smásögu frá árinu 1946 sem að heitir The Wisdom of Eve.
Bette Davis fer með aðalhlutverk í myndinni sem Margo Channing, gömul Broadway-stjarna. Anne Baxter leikur Eve Harrington, ungan aðdáanda Channing sem að verður hluti af lífi hennar og ógnar ferli hennar og samböndum hennar. Myndin er ein af fyrstu hlutverkum Marilynar Monroe sem seinna varð stórstjarna.
Myndin fékk frábæra dóma þegar að hún kom út og var tilnefnd til 14 Óskarsverðlauna (sem að var met í tilnefningum þangað til að Titanic kom út árið 1997) og vann sex þar á meðal besta kvikmynd. Enn í dag er hún eina mynd sem að hefur fengið fjórar óskarstilnefningar fyrir leikkonur. Myndin var svo valin sem sextánda besta bandaríska bíómynd allra tíma af AFI.