Biryuká
Biryuk (rússneska: Бирюк; jakútska: Бүүрүк, Büürük) er á í Jakútíu (Sakha-lýðveldið) í Rússlandi. Hún er hliðará Lenu og er 267 km löng; vatnasviðið er 9.710 km².
Áin rennur yfir óbyggð svæði í Olyokminskyhéraði. Biryuk þorpið er við vinstri árbakkanum nálægt þeim stað þar sem hún rennur í Lena um 52 km frá Olyokminsk.[1]
Farvegur
[breyta | breyta frumkóða]Biryuk er við vinstriárbakka Lenu og er á Lenusléttunni Áin liggur í suðurátt yfir barrskógarbeltið. Í neðri hluta farvegsins beygir hún suður við flæðisvæði Lenu og bugðast um fenjasvæðið. Að lokum rennur hún í Lenu um 2.160 km frá ósum hennar nálægt þorpinu Biryuk og 18 km frá ánni Cherendey.
Stærsta hliðará Biryukár er Melichan (Меличан) sem er 144 km löng og sameiast henni frá hægri árbakkanum. Á vatnasvæðinu eru stöðuvötn og þeirra stærst er Ebye Kyuel. Áin frýs árlega frá október til maí.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Топографска карта P-49, 50; M 1:1 000 000 - Topographic USSR Chart (in Russian)“. Sótt 7. apríl 2022.