Fara í innihald

Djassrapp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Djassrapp er ákveðin tegund rapp-stefnunar sem er undir áhrifum djass tónlistar. Tónlistarstefnan á rætur sínar að tekja til seinni hluta 9. áratugarins og til upphafs 10. áratugarins. Textarnir höfða aðallega til pólitískra viðhorfa og bjartsýni samfélagsins. Tónlistin í djassrappi er aðalega fólgin í reglulegum töktum úr rapptónlist en bætt er við hljóðum úr djass tónlist, til dæmis trompet hljómur, tvöföld bassalína og svo framvegis. Þessir hljómar eru aðalega hljómar úr gömlum og oftast vel þekktu djasslögum. Ungir djass rapparar leituðu í marga klukkutíma af gömlum djassplötum í plötubúðum sem þeir gætu notað til þess að búa til hinn fullkomna taktfasta djass takt. Rímurnar í textunum eru eins og í hefðbundnu rappi og er flæðið mjög svipað. Það sem einkennir textana í djassrappi eru eins og áður sagði pólitísk viðhorf og bjartsýni en einnig er mikið um samtöl rappara hvorn við annan þar sem léttur húmor er meðal annars notaður.

Áhrifavaldar

[breyta | breyta frumkóða]

Þrátt fyrir að djassrapp varð ekki að sér tónlistarstefnu fyrr en á 9. áratugnum má sjá ýmis dæmi um djassrapp tónlist í gegnum 20. öldina. Louis Armstrong, víðsfrægur djasstónlistarmaður, gaf út lagið „Heebie Jeebies“ sem oft er talið flokkast undir rapptónlist en hafði undirspil úr djasstónlist. Einnig má rekja áhrifin til 8. áratugarins en The Last Poets, Gil Scott-Heron og The Watts Prophets gáfu þá út lög þar sem textarnir voru taktföst ljóð og djasstónar hljómuðu undir. Þrátt fyrir þessi dæmi úr sögunni, varð djass rapp ekki að sér tónlistarstefnu fyrr en seint á 9. áratugnum.

Það sem markaði upphaf stefnunar var djasshljómsveitin Cargo, með Mike Carr í fararbroddi. En árið 1985 gáfu þeir út lagið Jazz Rap, og var það lag á samnefndri plötu þeirra. Djass rapp fór svo að verða vinsælla árið 1988 þegar rapparinn Gang Starr gaf út sitt fyrsta lag „Words I Manifest“, þar sem hann tók undirspil úr lagi Dizzy Gillespie, „Night in Tunisia“, frá árinu 1952 og bjó til taktfastann djass takt.[1] Sama ár gaf Stetsasonic út lagið „Talkin’ All That Jazz“ en hann tók undirspil úr lagi Lonnie Liston Smith og gerði það sama og Gang Starr hafði gert.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]