Fara í innihald

Elaine Fantham

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Elaine Fantham (fædd Elaine Crosthwaite; 25. mai 1933 - 11. juli 2016) var breskur-kanadískur fornfræðingur. Hún var Giger prófessor í latínu við Princeton-háskóla frá 1986 til 1999. Hún var deildarforseti fornfræðideildar Princeton-háskóla frá 1989 til 1992.

Fantham er sérfróð um latneskar bókmenntir, einkum gamanleiki, söguljóð og mælskulist, rómversk trúarbrögð og félagssögu rómverskra kvenna.

Fantham fæddist í Liverpool á Englandi.

Fantham nam fornfræði við Oxford-háskóla en hélt þaðan til Liverpool-háskóla þaðan sem hún lauk doktorsgráðu árið 1965. Doktorsritgerð hennar fjallaði um gamanleikinn Curculio eftir rómverska gamanleikjahöfundinn Plautus.

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Fantham hóf feril sinn sem menntaskólakennari á Skotlandi. Hún kenndi um skeið við Indiana-háskóla í Indiana í Bandaríkjunum og við háskólann í Toronto í Kanada frá 1968 til 1986. Þá hélt hún til Princeton þar sem hún kenndi til starfsloka árið 1999.

  • Julia Augusti: the Emperor's Daughter (2006)
  • Ovid's Metamorphoses (2004)
  • The Roman World of Cicero's De Oratore (2004)
  • Roman Literary Culture: From Cicero to Apuleius (1995)
  • Women in the Classical World: Image and Text (1994) ásamt H. Foley o.fl.
  • Studies in Republican Latin Imagery (1972)

Skýringarrit

[breyta | breyta frumkóða]
  • Ovid, Fasti IV (1998)
  • Lucan, De Bello Civili Book II (1992)
  • Seneca, Troades (1982)

Þýðingar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Erasmus, The Educational and Literary Works (1989).
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.