Galatasaray
Galatasaray Spor Kulübü | |||
Fullt nafn | Galatasaray Spor Kulübü | ||
Gælunafn/nöfn | Lions | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | Galatasaray S.K. | ||
Stofnað | 1905 | ||
Leikvöllur | Ali Sami Yen Istanbúl | ||
Stærð | 23,785 sæti | ||
Stjórnarformaður | Burak Elmas | ||
Knattspyrnustjóri | Domenec Torrent | ||
Deild | Turkcell Süper Lig | ||
2023-24 | Meistarar | ||
|
Galatasaray er tyrkneskt knattspyrnulið. Galatasaray er eitt vinsælasta og sigursælasta knattspyrnulið Tyrklands og hefur spilað í efstu deild frá árinu 1906.
Titlar
[breyta | breyta frumkóða]- Meistarar (24): 1961–62, 1962–63, 1968–69, 1970–71, 1971–72, 1972–73, 1986–87, 1987–88, 1992–93, 1993–94, 1996–97, 1997–98, 1998–99, 1999–2000, 2001–02, 2005–06, 2007–08, 2011–12, 2012–13, 2014–15, 2017–18, 2018/19, 2022/23, 2023/24
- Kup (18): 1962–63, 1963–64, 1964–65, 1965–66, 1972–73, 1975–76, 1981–82, 1984–85, 1990–91, 1992–93, 1995–96, 1998–99, 1999–2000, 2004–05, 2013–14, 2014–15, 2015–16, 2018–19
- Superkup (16): 1966, 1969, 1972, 1982, 1987, 1988, 1991, 1993, 1996, 1997, 2008, 2012, 2013, 2015, 2016, 2019
Árangur
[breyta | breyta frumkóða]Tímabil | Deild | Staðsetning | Tilvísanir | |
---|---|---|---|---|
2016/17 | 1. | Süper Lig | 4. | [1] |
2017/18 | 1. | Süper Lig | 1. | [2] |
2018/19 | 1. | Süper Lig | 1. | [3] |
2019/20 | 1. | Süper Lig | 6. | [4] |
2020/21 | 1. | Süper Lig | 2. | [5] |
2021/22 | 1. | Süper Lig | 13. | [6] |
2022/23 | 1. | Süper Lig | 1. | [7] |
2023/24 | 1. | Süper Lig | 1. | [8] |
Leikmenn
[breyta | breyta frumkóða]Uppfært: 23. maí 2022.
Rígar
[breyta | breyta frumkóða]Rígurinn við Fenerbahçe
[breyta | breyta frumkóða]Galatasaray á í langvinum og hörðum ríg við Fenerbahce. Uppruna rígsins má rekja til þess tíma þegar liðin voru stofnuð snemma á 20. öld. Galatasaray var stofnað af námsmönnum sem bjuggu Evrópumegin í Istanbul og í gegnum tíðina hefur fólk af hærri stétt og minni trúarhita stutt Galatasaray. Múslimar af stétt verkamanna stofnuðu hins vegar Fenerbahce. Ósætti á milli stuðningsmanna liðanna byggir því á stjórnmálaskoðunum, stétt og mis ákafrar þjóðernishyggju. Síðan árið 1980 hefur Galatasaray þó náð meiri árangri í Evrópukeppnum og aðdáendahópur liðanna blandast með tímanum. Í skoðunarkönnun sem gerð var árið 2022 kom fram að 37,6% íþróttaáhugamanna í Tyrklandi styðja Galatasaray og 32,3% styðja Fenerbahce. Því má sjá að stuðningur við liðin nær langt út fyrir Istanbúl.[9]
Liðin hafa mæst 397 sinnum og hefur Fenerbahce unnið fleiri viðureignir eða 148 á meðan Galatasaray er með 127 sigra.
Tenging við Ísland
[breyta | breyta frumkóða]Kolbeinn Sigþórsson var lánaður frá Nantes til Galatasaray haustið 2016. Hann gat þó ekkert spilað með liðinu vegna meiðsla og Galatasaray rifti lánssamningnum um áramót.[10]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ http://www.rsssf.com/tablest/tur2017.html
- ↑ http://www.rsssf.com/tablest/tur2018.html
- ↑ http://www.rsssf.com/tablest/tur2019.html
- ↑ http://www.rsssf.com/tablest/tur2020.html
- ↑ http://www.rsssf.com/tablest/tur2021.html
- ↑ http://www.rsssf.com/tablest/tur2022.html
- ↑ http://www.rsssf.com/tablest/tur2023.html
- ↑ http://www.rsssf.com/tablest/tur2024.html
- ↑ „Big Three (Turkey)“, Wikipedia (enska), 21. nóvember 2023, sótt 22. nóvember 2023
- ↑ Ásgeirsson, Eiríkur Stefán (14. janúar 2017). „Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum - Vísir“. visir.is. Sótt 22. nóvember 2023.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]