Harry Bretaprins
Harry Bretaprins, hertoginn af Sussex | |
---|---|
Fæddur | Henry Charles Albert David 15. september 1984 St. Mary Hospital, London |
Maki | Meghan, hertogaynja af Sussex |
Börn | Archie Mountbatten-Windsor (f. 2019), Lilibet Mountbatten-Windsor (f. 2021) |
Foreldrar | Karl 3. Bretakonungur Díana prinsessa |
Hinrik „Harry“ Bretaprins, hertoginn af Sussex (f. 15. september 1984) er yngri sonur Karls 3. Bretakonungs og Díönu prinsessu.
Hinrik eða Harry eins og hann er yfirleitt kallaður er fimmti í erfðaröðinni að bresku krúnunni. Harry hefur starfað mikið innan Breska hersins og gengdi herþjónustu meðal annars í stríðinu í Afghanistan árin 2007-2008 og síðar árin 2012-2013. Hann lauk herþjónustu árið 2015.
Harry Bretaprins er upphafsmaður Invictus-leikanna sem voru fyrst haldnir árið 2014. Invictus-leikarnir er alþjóðleg íþróttakeppni þar sem fyrrverandi hermenn sem hafa slasast eða veikst við herþjónustu keppa í allskyns íþróttagreinum. Leikarnir eru nefndir eftir latneska orðinu Invictus sem þýðir „ósigrandi“.
Harry er kvæntur bandarísku leikkonunni Meghan Markle en brúðkaupið fór fram í Kapellu heilags Georgs í Windsor kastala þann 19. maí árið 2018. Þau hjón eiga einn son sem fæddist 6. maí 2019