Hrökkbrauð
Útlit
Hrökkbrauð (eða hleifabrauð) er þunnt, stökkt og gerlaust brauð sem er upprunnið á Norðurlöndum. Hrökkbrauð er oftast úr (rúg)mjöli og vatni og er bakað á plötu. Upprunalega var hrökkbrauð úr rúgmjöli eingöngu, en núorðið er stundum blandað hveiti saman við. Hrökkbrauð er hvortveggja framleitt hringlaga og með gat í miðjunni, til að hægt sé að hengja það upp á búrslár, en einnig í ferköntuðum einingum. Á Norðurlandi er hrökkbrauð stundum kallað hrökkkex.