Fara í innihald

Hundlax

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hundlax

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Laxfiskar (Salmoniformes)
Ætt: Laxfiskaætt (Salmonidae)
Ættkvísl: Oncorhynchus
Tegund:
Ocorhynchus keta

Hundlax (fræðiheiti: Oncorhynchus keta) er fiskur af laxfiskaætt og næststærsta tegundin af Kyrrahafslaxi. Eins og aðrar laxategundir er hann ferskvatnssækinn, sem þýðir að hann hrygnir í lækjum og ám, síðan gengur hann til sjávar til að éta sig og vaxa (FishChoice, e.d.). Hann finns bæði í Asíu og Norð-Amerísku. Asíski stofninn skiptist í Japanskan stofn og Okhotskan stofn. Norður-Ameríski er skiptur í Alaska stofn og Bresk-Kólumbískan stofn (Fisheries and Aquaculture Department, e.d.).

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Hundlaxinn er mest dreifði laxinn af öllum Kyrrahafslöxum. Eins og flestar tegundir af Kyrrahafslöxum eyðir hann mestum tíma ævi sinnar í saltvatni að næra sig, síðan þegar hann er orðinn þroskaður þá snýr hann aftur í ferskvatnið þar sem hann hrygnir. Flestir hundlaxar ferðast ekki á móti straumnum til að hrygna; samt sem áður, þá ferðast sumir allt að 3000 km á móti straumnum að aðvatni í Júkon ánni. Þó að hundlaxinn sé venjulega talinn sem einn af minnst eftirsóknarverðu tegundum af laxi, þá er hann mjög verðmætur sem hefðbundin uppspretta af þurrkuðum vetrarmat á Norðurheimsskauti-, norðvestur- og innanlands Alaska. Síðan árið 1980 þá hefur viðskipti í Alaska á hundlaxi meira en tvöfaldast og það er vegna fiskeldisstöðva og aukningu á erlendum sölum (Alaska Department og Fish and Game, e.d.).

Ólíkt öðrum laxategundum eyða seiðin ekki löngum tíma í ferskvatni og byrja að flytja sig aftur í ármynni og til sjávar aðeins nokkrum dögum eftir að þau fæðast og eru þá oftast um 2-5 cm á lengd. Þau hafa vel þróaðar felulitarendur meðfram hliðunum. Áður en þau flytja sig til sjávar, þá missa þau dökku rákina sem liggur meðfram síðunni og fá í staðinn dekkri bak og ljósari maga. Ungviðin nærast á skordýrum og hryggleysingjum á meðan þeir flytja sig neðar í ánna, í ármynni og einnig í kjörlendi nálægt sjó (FishChoice, e.d.). Ungviðin hafa 8-12 lóðréttar dökkar rendur sem ná oftast ekki fyrir neðan rákina (skynfæri á hliðum fiska). Heildarlitur ungviðanna er dökk grænbrúnn meðfram bakinu og fölur sanséraður grænn fyrir neðan rákina (Alaska Department of Fish and Game, e.d.).

Fullþroskaðir/fullorðnir

[breyta | breyta frumkóða]

Fullþroska hundlax getur orðið allt að 1,5 metra langur og allt að 13-16 kg að þyngd. Samt sem áður eru þeir fiskar sem veiddir eru á milli 3-7 kg að meðalþyngd og oftast 60-75 cm að lengd. Þeir ná fullum þroska 3-6 ára (FishChoice, e.d.) (Fisheries and Aquaculture Department, e.d.). Hundlaxinn hefur málmkenndan blágrænan lit meðfram bakinu og fyrir ofan rákina með litlum doppum. Sporðurinn er klofinn og ekki doppóttur eins og á öðrum tegundum af Kyrrahafslöxum. Sporðurinn hefur einnig silfur rákir meðfram ugganum. Þegar fullþroska hundlaxar flytja sig í ferskvatn til að hrygna, þá breytast litirnir á báðum kynjum. Karlkyns fiskarnir missa silfur útlit sitt og verða dökk ólífugrænir til brúnir að lit með rauðfjólubláum liðuðum, lóðréttum rákum. Þeir fá bogið trýni, stórar og miklar vígtennur. Kvenkyns hundlaxar verða brúnir til gráir að lit með breiða lárétta línu meðfram rákinni. Þeir fá einnig bogið trýni og stórar vígtennur en ekki eins sýnilegar og karlkyns hundlaxarnir fá. Fullþroska hundlaxar sem lifa í sjó nærast á smáum krabbadýrum, fiskum (síld, sandálum og smáfiskum af loðsílaætt), lindýrum, smokkfiskum og möttuldýrum. Þeir sem lifa í ferskvatni nærast ekki. (Alaska Department og Fish and Game, e.d.).

Að vetri til myndast þykkar torfur á meðan hrygningartímabil stendur yfir og töluverðir búferlaflutningar eiga sér stað; ungviðin lifa í ármynnum og flóum. Sumarstofninn kemur í árnar í byrjun júlí til enda ágúst. Hrygning er frá miðjum september frá 2-8 ára (oftast 3-4 ára). Frjósemi breytist mikið eftir stærð fiskanna, eggjafjöldi er á bilinu 2000-5000. Þróun eggjanna breytist einnig mikið eftir hita vatnsins. Frjóvgun til útdráttar eggjarauðunnar krefst 48 daga við 41,6°C (Fisheries and Aquaculture Department, e.d.).Hápunktur hrygningartímabils er í byrjun vetrar þegar mikið er í ánum. Hundlaxinn hreiðrar um sig nálægt ármynnum, u.þ.b. 100 km frá sjó og það er vegna þess að hann er svo stór og hefur takmarkaða hæfni til að stökkva ofar í ánna til að komast í grynnra vatn. Kvenkynsfiskurinn býr til mölhreiður á botni árinnar, þetta gerir fiskurinn til að leggja eggjum. Allir hundlaxar deyja eftir hrygningu, hræ fisksins er talið vera dýrmæt orkulind og næringarefni fyrir vistkerfi áa. Þetta ferli bætir vöxt hjá nýklöktum löxum og hæfni þeirra til að lifa af með því að stuðla að nitur og fosfór blöndu í vatnið (FishChoice, e.d.).

Heimildaskrá

[breyta | breyta frumkóða]

Alaska Department of Fish and Game. (e.d.). Chum salmon (Oncorhyncus keta). Sótt af http://www.adfg.alaska.gov/index.cfm?adfg=chumsalmon.main

FishChoice. (e.d.). Chum salmon. Sótt af http://www.fishchoice.com/buying-guide/chum-salmon

Fisheries and Aquaculture Department. (e.d.). Oncorhyncus keta. Sótt af http://www.fao.org/fishery/species/2931/en

Robin Barefield (2017). Chum Salmon. Kodiak Wildfire [stafræn mynd]. Sótt af http://robinbarefield.com/chum-salmon-oncorhynchus-keta/