Fara í innihald

Lóður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hœnir, Lóður og Óðinn skapa Ask og Emblu.

Lóður er einn ása í norrænni goðafræði.

Í Völuspá birtist Lóður ásamt Óðni og Hæni sem einn af sköpurum mannanna. Þar er kveðið á um að Lóður hafi gefið mönnunum (Askur og Embla) „lá“.[1] Óvíst er hver merking þessa orðs er í þessu samhengi en líklega er átt við að Lóður hafi gefið mönnunum líf. Aðrar frásagnir af sköpun fyrstu mannanna í norrænum kveðskap nefna bræður Óðins, Vilja og í þessu samhengi fremur en Hæni og Lóð og má því vera að Lóðurr sé annað nafn á Vé.

Uppi eru nokkrar kenningar um að Loki og Lóður séu sama persónan vegna hljóðlíkingar, eða að Lóður sé kenning fyrir Frey,[2] en engin eining er um það.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Völuspá 18da erindi, Snerpa, sótt 4. desember 2023.
  2. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.