News Corporation
Útlit
News Corporation (oftast News Corp) var stærsta fjölmiðlafyrirtæki í heimi eftir markaðsvirði. Framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins var Rupert Murdoch en Peter Chernin var forstjóri þess. News Corporation var skráð í verðbréfaþing í New York, á Australian Securities Exchange og á verðbréfaþing í London. Fyrirtækið var fyrst skráð í Ástraliu en síðan í Delaware frá 2004. Höfuðstöðvar fyrirtækisins voru í Rockerfeller Center á Sjötta breiðstræti í New York-borg. Árið 2007 voru tekjur News Corporation 28.655 milljarðar dala.
Árið 2013 var fyrirtækinu skipt í tvennt og til urðu fyrirtækin 21st Century Fox og News Corp.