Slokknun
Útlit
Slokknun er það fyrirbæri í sálfræði þegar dýr eða lífvera er vanin af skilyrtri svörun með því einfaldlega að framkalla eða birta skilyrta áreitið án þess að síðan birta óskilyrta áreitið.
Til dæmis með því að hringja bjöllu og kveikja ljós fyrir hunda og þegar þeim er gefinn matur. Ef hljómur bjöllunnar eða kviknun ljóssins er endurtekið oft án þess að gefa hundum mat verður svokölluð slokknun, það er skilyrt svar hundsins, munnvatnsframleiðslan, verður smám saman minni. Þetta þýðir þó ekki að hundarnir hafi gleymt að bjölluhljómur eða ljós paraðist við mat. Það nægir að gefa þeim mat einstaka sinnum til þess að þeir byrji aftur að seyta munnvatni við það að bjallan glymji.