Fara í innihald

Spútnikáfallið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Spútnik 1 markaði upphaf geimkapphlaups risaveldanna á tímum Kalda stríðsins.

Spútnikáfallið eða Spútnikkreppan er heiti á þeim áhrifum sem vel heppnuð aðgerð Sovétmanna til að koma Spútnik 1-gervihnettinum á braut um jörðu 4. október 1957 hafði á bandarískt samfélag. Fram að þessum tíma voru flestir Bandaríkjamenn öruggir um að Bandaríkin væru í fararbroddi í þróun nýrrar eldflaugartækni og rannsóknum á geimnum. Atvikið hafði víðtæk áhrif á bandarískt stjórnkerfi og menntakerfi og markar upphafið að geimkapphlaupinu milli risaveldanna á tímum Kalda stríðsins. Næstu þrjú árin var fjármagn til rannsókna og tækniþróunar stóraukið í Bandaríkjunum og nýjar stofnanir eins og Defense Advanced Research Projects Agency (DARPA) og National Aeronautics and Space Administration (NASA) voru settar á stofn.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.