Fara í innihald

Spjall:Tíðbeyging sagna

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ættu þessar greinar ekki að fjalla almennt um málfræðiatriðið sem kallað er tíðbeyging sagna frekar en tíðbeyging sagna í íslensku eingöngu? (Sama á við um allar aðrar tengdar greinar að sjálfsögðu). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 29. júní 2006 kl. 18:34 (UTC)[svara]

Ekki ætla ég mér það mikla verk að fjalla almennt um málfræðiatriði eins og þetta; til þess skortir mig heildarsýn. Ég læt mér því nægja íslenska málfræði. Það er hins vegar alveg möguleiki að flokka þessar greinar mínar nánar og fella einmitt undir íslenska málfræði. Baldurr 30. júní 2006 kl. 01:37 (UTC)[svara]
Það er auðvelt að setja það sem komið er inn í fyrirsögn og búa til stuttann inngang (ein eða tvær línur) fyrir ofan það. --Steinninn 05:35, 30 júní 2007 (UTC)

Hver er munurinn á að segja "ég myndi borða..." og "ég mundi borða..."? Ég spyr af gáleysi. --Stefán Örvarr Sigmundsson 05:31, 30 júní 2007 (UTC)

Engin, þetta er dæmi um sagnorð sem hefur tvær leyfilegar myndir í þátíð. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 11:08, 1 júlí 2007 (UTC)
Sjá þetta. --Baldur Blöndal 30. janúar 2008 kl. 07:22 (UTC)[svara]

Sama grein?

[breyta frumkóða]

Þessi og Tíðir sagnorða? --Baldur Blöndal 30. janúar 2008 kl. 06:28 (UTC)[svara]