Fara í innihald

Stóru-Sundaeyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Stóru-Sundaeyjar

Stóru-Sundaeyjar eru norðvesturhluti Sundaeyja og telja fjórar stórar eyjar: Súmötru, Jövu, Borneó og Súlavesí. Stærstur hluti Stóru-Sundaeyja er hluti af Indónesíu, en Borneó skiptist milli Indónesíu (héruðin Norður-, Suður-, Austur- og Vestur-Kalimantan), Brúnei og Malasíu (fylkin Sabah og Sarawak).

Litlu-Sundaeyjar eru röð lítilla eyja sem liggur í austur frá Jövu, sunnan við Súlavesí.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.