Fara í innihald

Stefan Banach

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stefan Banach

Stefan Banach (30. mars 1892 í Kraków, þá Austurríki-Ungverjaland, nú Pólland31. ágúst 1945 í Lwów, Sóvétríkjunum, nú Úkraína), var pólskur stærðfræðingur. Hann var einn af höfuðpaurum Lwów skólans í stærðfræði fyrir heimstyrjaldirnar. Hann kenndi sjálfum sér stærðfræði að mestu, en snilli hans var uppgötvuð af Julisuz Mien fyrir slysni, og síðar Hugo Steinhaus, sem er sagður hafa komið að honum á spjalli við annan nema á bekk í skrúðgarði.

Þegar að seinni heimsstyrjöldin hófst var Banach forseti Pólska stærðfræðafélagsins og prófessor í háskólanum í Lwów. Þar sem að hann skrifaðist á við vísindaakademíuna í Úkraínsku sóvétríkjunum, og var þar félagi, og jafnframt í góðri samvinnu við sóvéska stærðfræðinga, þá fékk hann að halda stöðu sinni eftir að sóvéska hernámið hófst. Hann lifði af hernám Þjóðverja sem stóð frá júlí 1941 til febrúars 1944, en hann vann sér þá til matar með því að gefa blóðsugum að borða af blóði sínu í flekkusóttsrannsóknarstofnun Rudolfs Weigl. Heilsu hans hrakaði á þessum tíma, og hann fékk lungnakrabbamein. Eftir stríðið var Lwów innlimað inn í Sóvétríkin, og Banach lést áður en að hann komst aftur til fæðingarborgar sinnar, Kraków. Hann er jarðaður í Lyczakowski kirkjugarðinum.

Fyrirmynd greinarinnar var „Stefan Banach“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. apríl 2006.