Fara í innihald

Svava Jakobsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Svava Jakobsdóttir (4. október 1930 í Neskaupstað21. febrúar 2004) var íslenskur rithöfundur og leikskáld. Hún er líklega þekktust fyrir smásögur sínar og skáldsöguna Leigjandinn sem kom út 1969 og var eitt sinn túlkuð sem ádeila á veru hersins á Íslandi eða sem tvískipt heimsmynd Kalda stríðsins. Öðrum þræði þykja skrif Svövu endurspegla reynsluheim kvenna gjarnan á kaldhæðinn hátt. Svava átti sæti á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið árin 19711979. Árið 2001 var hún sæmd riddarakross Fálkaorðunnar fyrir „störf í þágu lista og menningar.“

Svava var gift Jón Hnefli Aðalsteinssyni og var systir Jökuls Jakobssonar.

Svava fæddist í Neskaupstað þar sem faðir hennar var sóknarprestur, ung að árum fluttist hún með fjölskyldu sinni til Saskatchewan í Kanada þaðan sem fjölskylda hennar sneri aftur til Íslands 1940. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949. Árið 1950 birtist fyrsta smásaga hennar „Konan í kjallaranum“ í smásagnakeppni tímaritsins Líf og list og vann hún fyrstu verðlaun. Því næst stundaði hún stuttlega nám í Háskóla Íslands áður en hún hélt til Bandaríkjanna til náms við Smith College í Northampton í Massachusetts og lauk B.A.-gráðu í enskum og amerískum bókmenntum árið 1952. Ennfremur sótti hún framhaldsnám í forníslenskum bókmenntum við Somerville College í Oxford í Englandi frá 1952 til 1953. Þann 11. júní 1955 giftist hún Jóni Hnefli Aðalsteinssyni.

Svava starfaði í utanríkisráðuneytinu og í íslenska sendiráðinu í Stokkhólmi 1955 til 1960. Hún kenndi við Barna- og unglingaskólann á Eskifirði 1963 til 1964. Árið 1965 eftir kom fyrsta bók hennar, smásagnasafnið 12 konur út. Svava tók sér starf sem blaðamaður við Lesbók Morgunblaðsins 1966 til 1969. Árin 1968 til 1971 settist hún í stjórn Rithöfundarfélags Íslands og starfsmaður við dagskrárdeild RÚV 1969 til 1970. Svava var fulltrúi Íslands í samráðshóp sem gerði úttekt á menningarsamstarfi Norðurlandanna á grundvelli norræna menningarmálasamningsins 1972 til 1978. Hún var varamaður í stjórn Norræna hússins í Reykjavík 1979 til 1984 og í safnráði Listasafns Íslands 1979 til 1983. Hún var fulltrúi Íslands í jafnréttisnefnd Norðurlanda 1980 til 1983. Hún var í stjórn Máls og menningar 1976 til 1979 og átti einnig sæti í fulltrúaráði þess. Hún var í Rithöfundaráði 1978 til 1980. Hún sat einnig í stjórn Leikskáldafélags Íslands 1986 til 1990. Svava var fulltrúi Íslands í listkynningu Scandinavia Today í Japan 1987.

Þingstörf

[breyta | breyta frumkóða]

Svava sat tvö kjörtímabil á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið (árin 19711979). Hún sat einnig í Rannsóknaráði ríkisins 1971 til 1974 og var varamaður 1978 til 1979. Hún var ennfremur varamaður í Norðurlandaráði 1971 til 1974 og aðalmaður þess 1978 til 1979. Svava var fulltrúi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árin 1972, 1974, 1977 og 1982.

  • 12 konur, 1965
  • Veisla undir grjótvegg, 1967
  • "Kona med spegil" , 1967
  • Sögur, 1979
  • Gefið hvort öðru, 1982
  • Endurkoma, 1986
  • Smásögur, 1987
  • Undir eldfjalli, 1989
  • Sögur handa öllum, 2001

Skáldsögur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Hvað er í blýhólknum?, 1970
  • Friðsæl veröld, 1974
  • Æskuvinir, 1976
  • Í takt við tímana, 1980
  • Lokaæfing, 1983
  • Næturganga, 1989
  • „Bókmenntavefurinn - Svava Jakobsdóttir - Um höfundinn“. Sótt 25. desember 2015.
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.