Tórsvöllur
Útlit
Tórsvöllur er knattspyrnuvöllur í Gundadal í Þórshöfn, Færeyjum. Völlurinn var byggður árið 1999 sem þjóðarleikvangur Færeyja og tekur 6.040 í sæti. Árið 2011 voru flóðljós reist og árið 2017 var farið í umbætur. Áður hafði landsliðið spilað á Toftum á Svangaskarðvelli.