Traveling Wilburys
Útlit
Traveling Wilburys var hljómsveit (oft kölluð súpergrúppa), sem í voru stórstirnin George Harrison (úr Bítlunum), Jeff Lynne (úr ELO), Roy Orbison, Tom Petty (úr Tom Petty and the Heartbreakers) og Bob Dylan söngvari, tónskáld og textahöfundur. Harrison og Lynne voru báðir breskir en Orbison, Petty og Dylan amerískir. Þeir stofnuðu hljómsveitina árið 1988 og gáfu út tvær breiðskífur. Roy Orbison lést eftir að upptökum lauk á fyrra albúminu og stóðu hinir fjórir að því síðara tveimur árum síðar. Skífurnar heita Traveling Wilburys Vol. 1 og Traveling Wilburys Vol. 3 og vekur athygli að númer tvö kom aldrei út og eru ýmsar sögur um ástæðu þess. [heimild vantar]
Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Traveling Wilburys Vol.1 (1988)
- Traveling Wilburys Vol.3 (1990)