Fara í innihald

Tvíþættir forystuháskólar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Áheyrnarsalur Tsinghua háskóla, opinbers rannsóknarháskóla í Peking, sem þykir fremstur kínverskra háskóla og meðal virtustu háskóla veraldar. Margir forystumenn koma þaðan, meðal annars tveir síðustu leiðtogar Kína, verkfræðingarnir Hu Jintao og Xi Jinping.
Áheyrnarsalur Tsinghua háskóla, opinbers rannsóknarháskóla í Peking, sem þykir fremstur kínverskra háskóla og meðal virtustu háskóla veraldar. Margir forystumenn Kína koma þaðan, meðal annars tveir síðustu leiðtogar Kína, verkfræðingarnir Hu Jintao og Xi Jinping.[1] [2]

„Háskólar í heimsgæðum“ og „fyrsta flokks akademísk uppbygging vísindagreina“ (kínverska: 世界一流大学和一流学科建设), saman þekkt sem „hin tvíþætt forysta“ (kínverska: 双一流; rómönskun: shuúāngy;  enska: „Double First-Class Initiative“) er verkefni Alþýðulýðveldisins Kína sem sett var af stað árið 2015 til framþróunar fyrsta flokks háskóla í landinu fyrir árslok 2050.

Þróa skal og styrkja með fjárframlögum, einstakar deildir tiltekinna háskóla og setja kínversku háskóla- og vísindasamfélagi ný viðmið. Þeir háskólar sem eru í verkefninu eru kallaðir „tvíþættir forystuháskólar“.

Árið 1959 tilkynnti Miðstjórn Kommúnistaflokks Kína um tilnefningu hóps lykilskóla meðal framhaldsskóla og háskóla Kína.
Árið 1959 tilkynnti Miðstjórn Kommúnistaflokks Kína um tilnefningu hóps lykilskóla meðal framhaldsskóla og háskóla Kína.
Menningarbyltingin hafði alvarlegar afleiðingar fyrir kínverskt samfélag, meðal annars menntakerfið. Hér er Xi Zhongxun var gagnrýndur opinberlega í september 1967 í Norðvestur-Landbúnaðarháskólanum í Xianyang, Shaanxi héraði. Sonur hans, Xi Jinping, er nú leiðtogi Alþýðulýðveldisins Kína.
Menningarbyltingin hafði alvarlegar afleiðingar fyrir kínverskt samfélag, meðal annars menntakerfið. Hér er Xi Zhongxun var gagnrýndur opinberlega í september 1967 í Norðvestur-Landbúnaðarháskólanum í Xianyang, Shaanxi héraði. Sonur hans Xi Jinping, er nú leiðtogi Alþýðulýðveldisins Kína.

Síðustu áratugi hafa kínversk stjórnvöld lagt mikið kapp á að styrkja háskóla og rannsóknarstofnanir í landinu.[3] Opinberir fjármunir hafa aukist verulega til háskóla og til rannsókna og hvatt hefur verið til nýsköpunar og alþjóðasamvinnu á þessum sviðum. Markið hefur verið sett hátt og miðað við að byggja upp háskóla- og vísindastofnanir á heimsmælikvarða. Ýtt yrði undir tiltekna háskóla með fjármunum og starfsumhverfi þannig að þeir gætu keppt við bestu háskólastofnanir veraldar að gæðum og í árangri á sviði vísinda.

Aukin gæði æðri menntunar í Kína endurspeglar breytingar á pólitískri stefnu í menntun og vísindum.

Eftir stofnun Alþýðulýðveldisins, árið 1949, var menntaáhersla stjórnvalda að mestu á „pólitíska endurmenntun“. Á tímum mikilla pólitískra umbrota, eins „Stóra stökksins fram á við“ og Menningarbyltingarinnar, var þunginn á faglega eða tæknilega hæfni. Á fyrstu árum Menningarbyltingarinnar (1966-1969) voru marga háskólakennarar ofsóttir sem „gagnbyltingarmenn“ og háskólum var í raun lokað. Þegar þeir loks opnuðu aftur snemma á áttunda áratugnum fækkaði verulega í nemendahópnum. Hlutlæg inntökupróf voru ekki fyrir hendi og því urðu pólitísk tengsl sífellt mikilvægari til að tryggja aðgengi að háskólanámi. Þetta varð á kostnað gæða menntunar. Deng Xiaoping ritaði Maó Zedong árið 1975 og sagði að háskólamenntaðir hafi við útskrift „ekki einu sinni getað lesið bók“ á eigin sviði.[4]

Tilraunir árið 1975 til að bæta gæði menntunar báru ekki árangur. Margir þeirra sem fengu inngöngu í háskóla voru ættmenni flokksforystunnar og embættismanna sem notuðu persónuleg tengsl til að „komast inn um bakdyrnar“. Vel tengdir nemendur komust áfram án akademískra hæfileika eða góðs starfsferils.

Eftir dauða Maó Zedong árið 1976 voru gerðar ráðstafanir til að bæta gæði menntunar, koma á reglu og stöðugleika og reka háskólastofnanir á skilvirkari hátt. Nokkrir tugir stofnana og „lykilháskóla“ fengu sérstaka fjármögnun og hæfustu nemendurna fengu meir framgang óháð fjölskyldubakgrunni eða pólitísks aktívisma.

Listi yfir „Lykilháskóla Kína“ sem hafði verið settur saman af stjórnvöldum og fyrst birtur árið 1959, stækkaði smá saman. Árið 1978 voru lykilháskólarnir orðnir 88.

Eitt „fjögurra skrefa til nútímavæðingar“

[breyta | breyta frumkóða]
Kort af staðsetningu úrvalsháskóla Kína. Háskólar „C9 deildarinnar“ eru merktir rauðu. Háskólar „985 verkefnisins“ eru blámerktir og háskólar „211 verkefnisins“ eru bleikmerktir.
Staðsetning úrvalsháskóla Kína. Háskólar „C9 deildarinnar“ eru merktir rauðu. Háskólar „985 verkefnisins“ eru blámerktir og háskólar „211 verkefnisins“ eru bleikmerktir.

Pólitíkin í Kína tók nú miklum breytingum með forystu Deng Xiaoping. Ári eftir lát Maó Zedong, kynnti Deng til sögunnar „fjögur skref til nútímavæðingar“ sem voru markmið um framþróun á sviði landbúnaðar, iðnaðar, varnarmála og vísinda og tækni í Kína. Þær hugmyndir áttu rætur allt aftur til ársins 1963, þegar Zhou Enlai forsætisráðherra skoraði á vísindasamfélag Kína að nútímavæða fjögur svið efnahagslífs landsins.[5] [6]

Þessi áhersla á nútímavæðingu var leið til að efnahag Kína árið 1978, átti eftir að einkenna stjórnartíð Deng sem æðsta leiðtoga Kína og hafa gríðarleg áhrif til framfara Kína. Auk áherslu á „umbætur og opnun“ hagkerfisins þar sem kastljósi var beint að vísindum og rannsóknum, lagði Deng einnig fram hugmyndir byggðar á siðakenningum Konfúsíusar, um hið „hóflega velmegandi samfélag“, þjóðfélagi starfhæfrar millistéttar.[7] [8]

Þessi skuldbinding um nútímavæðingu krafðist framfara í vísindum og tækni í Kína. Æðri menntun yrði að vera hornsteinn þjálfunar og rannsókna. Styrkja þyrfti háskólakerfi Kína sem var langt frá því að uppfylla markmið um nútímavæðingu. Þetta var áhersla á æðri menntun, meiri akademísk gæði hærri sess vísinda, rannsókna og þjálfun. Þjálfa þyrfti vísindamenn og verkfræðinga til að umbylta efnahagnum. Stjórnsýslu var umbylt, sem og stefnu um innihald menntunar. Sjálfstæðari háskólar og framhaldsskólar gátu nú valið sér kennsluáætlanir og námskrár; og voru frjálsari til vísindasamvinnu.

Til að styrkja háskólasamfélagið hafa kínversk stjórnvöld ráðist í nokkur átaks- og stefnuverkefni á síðustu tveimur áratugum: Þekktust þeirra eru „Lykilháskólar Kína“, „211 verkefnið“, „C9 deildin“, „985 verkefnið“, og „Tvíþætt forysta“.

„Lykilháskólar Kína“

[breyta | breyta frumkóða]
Vísinda- og tækniháskóli Kína, í Hefei borg, Anhui-héraði heyrir beint undir Kínversku vísindaakademíuna og er meðal virtustu háskóla heims. Háskólinn fór illa úr úr Menningarbyltingunni og lagðist af um tíma. Hann er hluti af „tvíþættri forystu“ kínverskra háskóla.
Vísinda- og tækniháskóli Kína, í Hefei, Anhui-héraði, heyrir beint undir Kínversku vísindaakademíuna og er meðal virtustu háskóla heims. Háskólinn fór illa úr úr Menningarbyltingunni og lagðist af um tíma. Hann er hluti af „tvíþættri forystu“ kínverskra háskóla.[9]

Hugtakið „Lykilháskólar Kína“ vísar til háskóla sem njóta virðingar og sérstakrar viðurkenningar og fjármögnunar Miðstjórnar Alþýðulýðveldisins Kína. Listi yfir 16 innlenda lykilháskóla var fyrst birtur af kínverskum stjórnvöldum árið 1959. Listinn stækkaði síðan smá saman. Árið 1978 voru þeir 88. Verkefnið er ekki lengur í framkvæmd og önnur hafa tekið hlutverk þess, en fjölmiðlar vísa þó enn til lykilháskólahugtaksins.[10] [11]

„211 verkefnið“

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1995 ýtti menntamálaráðuneyti Kína úr vör svokölluðu „211 verkefni“ til framþróunar háskóla og æðri framhaldsskóla. Það átti að taka til eitt hundrað háskóla sem skyldu njóta verulega aukinna fjárframlaga. Nafn verkefnisins (211) er dregið af markmiði þess: Til undirbúnings 21. aldarinnar verði að nást góðum árangur í stjórnun 100 háskóla.

Árið 2008 voru 116 háskólar skilgreindir sem „211 stofnanir“. Þeir töldust uppfylla ákveðnar kröfur um vísinda-, tækni- og mannauðsviðmið og bjóða upp á framhaldsháskólanám með áherslu á rannsóknir. Í þessum hópi eru virtustu háskólar Kína og þeir sagðir fyrsta flokks.[12] Þeir taka inn nemendur í gegnum mjög mikla samkeppni inntökuprófs til háskólanáms („Gaokao“). „211 verkefninu“ hefur nú verið komið fyrir í nýrri áætlun.[13] [14]

„C9 deildin“

[breyta | breyta frumkóða]
Austur háskólasvæði Sun Yat-sen, eins af lykilháskólum Kína er staðsett í „Guangzhou háskólaborginni“ samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni.
Austur-háskólasvæði Sun Yat-sen, eins af lykilháskólum Kína, er staðsett í „Guangzhou háskólaborginni“ samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni.[15][16]

„C9 deildin“ var bandalag níu leiðandi opinberra rannsóknaháskóla Kína, sem stjórnvöld komu á árið 2009, til að stuðla að enn frekari framþróun háskólasamfélagsins. Þessir háskólar voru með 3% af vísindamönnum landsins, en fengu 10% af rannsóknaútgjöldum á landsvísu. Frá þeim koma 20% af fræðilegum ritrýndum vísindagreinum og þeir njóta um 30% af heildartilvitnunum. Opinbert dagblað kínverska kommúnistaflokksins, People's Daily, hefur sagt C9-deildina vera „Ivy League“ eða úrvalsháskóla Kína, og vísar þar til átta gamalgróinna og mikilsvirtra háskóla á norðausturströnd Bandaríkjanna.

„C9 deildin“ er í dag orðin hluti af nýrri áætlun.[17]

„985 verkefnið“

[breyta | breyta frumkóða]

Verkefni 985 var kynnt af Jiang Zemin aðalritara Kínverska kommúnistaflokksins, og rafmagnsverkfræðingur, á 100 ára afmæli Peking háskóla árið 1998. Það átti að stuðla að framþróun og betra orðspori æðri menntunar í Kína þannig að þeir yrðu á 21. öld taldir háskólar á heimsmælikvarða. Nafnið er dregið af dagsetningu tilkynningarinnar, í maí 1998, (98/5). Verkefnið fól í sér úthlutun mikilla opinberra fjármuna til tiltekinna háskóla í því skyni að byggja nýjar rannsóknarmiðstöðvar, bæta aðstöðu, halda alþjóðlegar ráðstefnur, laða að heimsþekkta kennara og gestafyrirlesara og hjálpa kínverskum háskóladeildum við að sækja erlendar ráðstefnur. Mikil áhersla var á verkfræði í „985 verkefninu“. það er í dag orðið hluti af nýrri áætlun.[18][19]

„Tvíþætt forysta“

[breyta | breyta frumkóða]
Aðalbygging Tækniháskólans í Harbin, Heilongjiang héraði, er einn af virtari háskólum Kína. Sem háskóli fellur hann undir „hin tvíþættu forysta“ og nýtur því forgangs í fjármögnun og stuðningi stjórnvalda.
Aðalbygging Tækniháskólans í Harbin, í Heilongjiang héraði, er einn af virtari háskólum Kína. Sem háskóli fellur hann undir „hina tvíþættu forystu“ og nýtur því forgangs í fjármögnun og stuðningi stjórnvalda.[20]

Vegna ofangreindra verkefna, „211“, „985“, og fleiri, hefur æðri menntun Kína tekið miklum framförum. Nokkrir kínverskir háskólar hafa á síðustu árum komist í raðir bestu háskóla heims. En að mati kínverskra stjórnvalda vantar enn nokkuð upp á, þegar kínverskir háskólar standa andspænis þekktum evrópskum og amerískum skólum eins og Oxford, Cambridge, Harvard, Stanford, Yale og MIT. Það bil verður brúa.[21]

Árið 2015 settu kínversk stjórnvöld fram nýja áætlun um framþróun fyrsta flokks háskóla í landinu.[22]

Markmiðin eru tvö: Annars vegar var markið sett á „háskóla í heimsgæðum“ og hins vegar að stuðla að „fyrsta flokks akademískri uppbyggingu vísindagreina“ (enska: „World First Class University“ og „First Class Academic Discipline Construction“). Sameiginlega hefur þetta verið kallað „hin tvíþætt forysta“ (á ensku: „Double First-Class Initiative“).

Í september 2017 var listi yfir 140 háskóla sem eru innan verkefnisins. Þeir telja um 4,65% af heildarfjölda æðri menntastofnana í Kína. Verkefnið er enn í þróun.[23] Þessir úrvalsháskólar verða þróaðir sem elítuháskólar. Fyrir árið 2050 er þeim ætlað að komast á lista virtustu háskóla veraldar.[24] [25]

Fyrri verkefni um framþróun æðri menntunar í Kína, hafa nú verið sameinuð í þessa áætlun, þar á meðal „211“, „985“, og fleiri.

Staða háskóla Kína í dag

[breyta | breyta frumkóða]
„Hallarpróf“ hjá sjálfum keisaranum í höfuðborginni Kaifeng, á tímum Songveldisins (960–1279). Það var æðsta embættispróf í Kína þess tíma.
„Hallarpróf“ hjá sjálfum keisaranum í höfuðborginni Kaifeng, á tímum Songveldisins (960–1279). Það var æðsta embættispróf í Kína þess tíma.[26]

Kínverskir háskólar eru margir og ólíkir að gæðum en það segir nokkra sögu að nokkrir þeirra hafa verið að færa sig ofar á alþjóðlegum listum yfir bestu háskóla veraldar. Nokkrir þeirra eru komnir meðal hundrað bestu háskóla heims. Samkvæmt þeim alþjóðlegu listum er meta gæði og árangur háskóla, á borð við „Time Higher Education World University Rankings“[27] (THE), „Shanghai Ranking“[28] (ARWU), „Leiden Ranking“[29] (CWTS) og „U.S. News & World Report“[30] (US News).

Kínverjar er þannig farnir að véfengja ofurvald Vesturlanda á alþjóðamarkaði háskóla. Efstu kínversku háskólarnir hafa nú bætt verulega stöðu sína í alþjóðlegri uppröðun háskóla heimsins.[31]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Tsinghua University“, Wikipedia (enska), 30. ágúst 2022, sótt 2. september 2022
  2. „Tsinghua University“. www.tsinghua.edu.cn. Sótt 2. september 2022.
  3. „Education in China“, Wikipedia (enska), 23. ágúst 2022, sótt 1. september 2022
  4. „Education in China“, Wikipedia (enska), 23. ágúst 2022, sótt 1. september 2022
  5. „Four Modernizations“, Wikipedia (enska), 26. maí 2022, sótt 1. september 2022
  6. „四个现代化“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 13. ágúst 2022, sótt 1. september 2022
  7. „Moderately prosperous society“, Wikipedia (enska), 27. ágúst 2022, sótt 1. september 2022
  8. „小康“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 5. júlí 2022, sótt 1. september 2022
  9. „University of Science and Technology of China“, Wikipedia (enska), 20. ágúst 2022, sótt 2. september 2022
  10. „National Key Universities“, Wikipedia (enska), 31. júlí 2022, sótt 1. september 2022
  11. „全国重点大学“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 2. júní 2022, sótt 1. september 2022
  12. SICAS (21. ágúst 2017). „Best Universities in China“. SICAS - EduChinaLINK Co. Sótt 31. ágúst 2022.
  13. „Project 211“, Wikipedia (enska), 27. ágúst 2022, sótt 1. september 2022
  14. „C9 League“, Wikipedia (enska), 22. ágúst 2022, sótt 1. september 2022
  15. „Sun Yat-sen University“, Wikipedia (enska), 15. ágúst 2022, sótt 2. september 2022
  16. „Guangzhou Higher Education Mega Center“, Wikipedia (enska), 2. júní 2022, sótt 2. september 2022
  17. „C9 League“, Wikipedia (enska), 22. ágúst 2022, sótt 1. september 2022
  18. „Project 985“, Wikipedia (enska), 27. ágúst 2022, sótt 1. september 2022
  19. „985工程“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 18. ágúst 2022, sótt 1. september 2022
  20. „Harbin Institute of Technology“, Wikipedia (enska), 25. ágúst 2022, sótt 2. september 2022
  21. Zhu Ying- Xinhua News Agency (5. nóvember 2015). „World-class universities, what else is China lacking?“. Central government portal www.gov.cn 2015 - Xinhua News Agency. Sótt 31. ágúst 2022.
  22. China State Council -Guo Fa (2015) No. 64 - (5. nóvember 2015). „Circular of the State Council on Printing and Distributing the Overall Plan for Promoting the Construction of World-Class Universities and First-Class Disciplines“. Notice of the State Council on Printing and Distributing the Overall Plan for Promoting the Construction of World-Class Universities and First-Class Disciplines. Sótt 31. ágúst 2022.
  23. Ministry of Education of the People's Republic of China. (16. febrúar 2022). „China to further promote the Double First-Class Initiative“. Ministry of Education of the People's Republic of China. Sótt 31. ágúst 2022.
  24. „C9 League“, Wikipedia (enska), 22. ágúst 2022, sótt 1. september 2022
  25. „Double First Class University Plan“, Wikipedia (enska), 27. ágúst 2022, sótt 1. september 2022
  26. „Imperial examination“, Wikipedia (enska), 16. ágúst 2022, sótt 1. september 2022
  27. „World University Rankings“. Times Higher Education (THE) (enska). 25. ágúst 2021. Sótt 2. september 2022.
  28. ARWU (2022). „The Academic Ranking of World Universities (ARWU)-1000 Institutions“. The Center for World-Class Universities (CWCU), Graduate School of Education of Shanghai Jiao Tong University, China. Sótt 31. ágúst 2022.
  29. CWTS - Centre for Science and Technology Studies (2022). „CWTS Leiden Ranking 2022“. Centre for Science and Technology Studies, Leiden University, The Netherlands. Sótt 31. ágúst 2022.
  30. U.S. News & World Report (2022). „2022 Best Global Universities Rankings“. U.S. News & World Report. Sótt 31. agúst 2022.
  31. Ádám Török and Andrea Magda Nagy (16. október 2020). „China: A candidate for winner in the international game of higher education?“. Acta Oeconomica - Volume/Issue: Volume 70: Issue S. Sótt 31. ágúst 2022.