Fara í innihald

Wikipedia:Samvinna mánaðarins/2008

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Samvinnuverkefni annarra mánaða: 20052006200720082009201020112012201320142015

Í dag er sunnudagur, 5. janúar 2025; klukkan er 23:59 (GMT)

Janúar

Kartafla
Í tilefni af ári kartöflunnar er við hæfi að taka greinina um jarðeplin gullnu og gera að gæðagrein. Einnig er hægt að skrifa greinar um kartöflurétti eða kartöfluyrki, kartöflusjúkdóma eða írsku hungursneyðina sem dæmi.

skoða - spjall - breyta


Febrúar

Wikipedia:Greinar sem ættu að vera til
Samvinna mánaðarins gengur út á að ljúka við sem flestar greinar sem ættu að vera til á öllum Wikipedium samkvæmt listanum.
Sjá einnig lista yfir greinar sem ættu að vera til en eru það ekki.
skoða - spjall - breyta


Mars

Rauðir hlekkir á forsíðunni
Samvinna mánaðarins gengur út á að eyða sem flestum rauðum tenglum sem birtast á forsíðunni á hverjum degi - t.d. í texta með mynd mánaðarins eða atburðum dagsins.
skoða - spjall - breyta


Apríl

Bæta greinina um skordýr og tengdar greinar
Samvinna mánaðarins gengur út á bæta skordýragreinina, skrifa greinar um helstu undirflokka og ættbálka skordýra og önnur tengt efni t.d. líffæri skordýra og þau jarðsögulegu tímabil sem mikilvægust eru í þróun þeirra.
skoða - spjall - breyta


Maí

Bæta matargreinar
Samvinna mánaðarins að þessu sinni gengur út að bæta greinina um mat og skrifa nýjar greinar um matarflokka, matreiðslu og hráefni. Þá væri t.d. sniðugt að skrifa um matreiðslu í einstökum löndum og matarhefð. Þá þarf að taka til hendinni við flokkana og skrifa greinar um drykki.
skoða - spjall - breyta


Júní

Flóra Íslands
Ráðast á listann og skrifa vandaðar og ítarlegar greinar um hverja einustu plöntu sem vex á Íslandi...
skoða - spjall - breyta


Júlí

Fólk fætt árið 1908
Margt merkilegt fólk var fætt 1908 og gengur samvinna þessa mánaðar út á að skrifa og betrumbæta greinar um það. Hægt er að skoða tungumálatengla (iw) flokksins til að finna umfjöllunarefni; hvort sem það eru listamenn, fræðimenn eða leiðtogar.

Sjá einnig no:Wikipedia:Runde år i 2008.


skoða - spjall - breyta


Ágúst

Lönd heimsins
Samvinna mánaðarins í ágúst 2008 er að taka einhverjar af landagreinunum, sem eru rétt rúmlega 200 talsins, uppfæra upplýsingasnið úr töflu í sniðið {{land}} og bæta upplýsingum í greinarnar (sjá líka Notandi:Akigka/Lönd heimsins). T.d. væri hægt að „ættleiða“ eina eða tvær landagreinar og bæta hressilega við þær. Líka væri hægt að fást við rauða tengla í upplýsingatöflunni, s.s. þjóðarlén, forseta, höfuðborg o.s.frv.

Hægt væri að miða við að eftirfarandi kaflar séu í greininni:


  • Saga
  • Landafræði
  • Stjórnmál
  • Efnahagslíf
  • Menning

skoða - spjall - breyta


September

Sundlaugar á Íslandi
Samvinna mánaðarins í september 2008 er að taka einhverjar af hinum mörgu sundlaugum á Íslandi, sem eru rétt rúmlega 200 talsins, skella sér í sund og taka myndir af þeim að innan sem og utan.

Hægt væri að miða við að eftirfarandi atriði séu í greininni:


  • Lýsing á viðkomandi sundlaug
  • Tvær eða fleiri myndir, bæði að innan og utan
  • Að bæta við grein um hverja íslenska sundlaug og hver (eins og Bláa lónið og Seljavallalaug)

skoða - spjall - breyta


Október

Lausafjárkreppan 2007-2008 og Efnahagskreppan á Íslandi 2008 eru tvö mál, ofarlega á baugi í allri þjóðfélagsumræðu, sem eiga rætur sínar að rekja til undirmálslánakrísunnar svonefndu í Bandaríkjunum en þá er átt við fjölda húsnæðislána sem lánþegar gátu ekki endurgreitt sem varð til þess að stórir bandarískir bankar þ.á.m. Indymac Federal Bank, Fannie Mae og Freddie Mac, Lehman Brothers, AIG, Merrill Lynch, o.fl. lentu í miklum skakkaföllum. Bankar í Evrópu og víðar hafa átt í vanda við að útvega sér lausafé í a.m.k. eitt ár, fyrsti bankinn sem varð gjaldþrota var breski bankinn Northern Rock, í september 2007.

Á Íslandi hófst atburðarrásin um vorið 2008 þegar íslenska gengisvísitalan féll um 6,97% þann 17. mars. Rætt var um að erlendir vogunarsjóðir hefðu gert atlögu að íslenskum efnahag. Bent var á að gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands væri að öllum líkindum of lítill ef á myndi reyna. Þann 29. september keypti Ríkissjóður Íslands 75% hlut í einkabankanum Glitni til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot hans. Sama dag fór Stoðir, eitt stærsta fyrirtæki á landinu og hluthafi í Glitni, fram á greiðslustöðvun.

Tengd viðfangsefni sem þarfnast uppfærsla og viðbóta

[breyta frumkóða]

skoða - spjall - breyta


Nóvember

Saga er margslungin fræðigrein sem þarf nánari athugun hér á íslensku Wikipediu. Henni má skipta eftir viðfangsefnum; landafræði eða í tímabil. Flest öllu þarf að gera betri skil, svo ekki sé nú talað um sögu Íslands sem í vantar tímabilið sirka frá Sturlungaöld og fram að deginum í dag.

skoða - spjall - breyta


Desember

Jarðvarmi og Vatnsafl eru helstu orkuauðlindir Íslands. Landsvirkjun er opinbert fyrirtæki sem vinnur að nýtingu þessara auðlinda með byggingu virkjana. Á síðustu árum hafa einkafyrirtæki látið til sín taka á þessu sviði og má þar helst nefna Geysir Green Energy og Atorka Group (sem fjárfestir m.a. í orkufyrirtækjum). Þekkt hneykslismál kom upp í stjórnmálum Reykjavíkurborgar haustið 2007 sem nefndist REI-málið. Um öll málefni tengd þessu fjallar samvinna mánaðarins að þessu sinni. skoða - spjall - breyta


Samvinnuverkefni annarra mánaða: 20052006200720082009201020112012201320142015

Í dag er sunnudagur, 5. janúar 2025; klukkan er 23:59 (GMT)