Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Hjartaknúsarinn til­einkaði ís­lenskri fyrir­sætu rómantískan slagara

Hjartaknúsarinn Bryan Adams tók alla sína bestu slagara, söng Don Juan ballöðu til íslenskrar fyrirsætu og laumaði því til tónleikagesta að hann hefði skellt sér nakinn í íslenska náttúrulaug. Þá upplýsti hann að einn af hans helstu slögurum hefði verið saminn fyrir bíómynd um karlkyns strippara, eitthvað sem reyndist honum erfitt að sækja innblástur fyrir ástarlag.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum

Tónlistarkonan Una Torfadóttir naut sín í botn á sviðinu á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um helgina. Klæðaburður hennar greip auga blaðamanns sem fékk að heyra nánar frá þessum sérsaumaða kjól sem vinur hennar hannaði sérstaklega fyrir Unu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stein­dór Ander­sen er látinn

Steindór Andersen einn þekktasti kvæðamaður samtímans er látinn sjötugur að aldri. Hann átti stóran þátt í að endurvekja og kynna rímnahefðina fyrir nýjum áheyrendum.

Innlent
Fréttamynd

Spotify liggur niðri

Þjónusta Spotify hefur ekki verið aðgengileg síðan í hádeginu. Tónlistarstreymisveitan segist meðvituð um vandamálið sem unnið sé að því að leysa.

Neytendur
Fréttamynd

Breytt út­lit Daða Freys vekur at­hygli

Tónlistarmaðurinn og Eurovision-farinn Daði Freyr Pétursson gerði drastískar breytingar á útliti sínu og klippti af sér hárið, en síða hárið hefur lengi verið eitt af helstu einkennum hans undanfarin ár. 

Lífið
Fréttamynd

Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“

Popparinn Patrik Atlason segir samstarfi sínu við Gústa B hafa lokið á „góðum nótum“. Gústi var hægri hönd Patriks í rúmt ár og vann fyrir hann sem plötusnúður og umboðsmaður. Patrik lýsir þeim tveimur ekki sem vinum.

Lífið
Fréttamynd

Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður

Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 

Lífið
Fréttamynd

Upp­fyllti hinstu ósk ömmu sinnar

„Þetta var síðasta ósk ömmu Siggu til mín, að spila í jarðarförinni hennar. Mamma sagði mér frá því. Fyrst hugsaði ég að þetta væri erfitt, en ég vildi að gera þetta fyrir hana,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Ketill Ágústsson sem flutti hjartnæma útgáfu af lagi Bubba Morthens, „Kveðja“, þegar hann kvaddi móðurömmu sína í hinsta sinn.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey tróð upp á Coachella

Tónlistarkonan Laufey tróð upp á geysivinsælu útihátíðinni Coachella um helgina. Þar flutti hún nýútgefið lag fyrir framan stóran hóp áhorfenda.

Lífið
Fréttamynd

Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt

Prettyboitjokkó, eða Patrik Atlason, gaf nýver út lagið Sykurpabbi og hefur fundið snjallar leiðir til að vekja athygli á laginu. Í því samhengi gaf hann afa sínum, Helga Vilhjálmssyni, athafnamanni og eiganda Góu og KFC, málverk sem þakkargjöf fyrir allt sem hann hefur gert fyrir hann í gegnum árin. Hann kallar afar sinn sykurpabba.

Lífið
Fréttamynd

80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada

Það stendur mikið til hjá átta tíu körlum og stjórnenda þeirra í tveimur karlakórum, sem eru að fara að halda ferna tónleika áður en þeir leggjast í víking og syngja á 150 ára afmælishátíð landnáms Íslendinga í Vesturheimi í Gimli í Kanada í sumar að viðstöddum forseta Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Kveðju kastað á Megas í til­efni dagsins

Einhver áhrifamesti tónlistar- og kvæðamaður landsins – Magnús Þór Jónsson aka Megas – er áttræður í dag. Á Facebook má sjá marga kasta kveðju á skáldið. Lausleg rannsókn leiðir í ljós að aðdáendur hans eru einkum karlmenn þó stöku kvenmaður slæðist með.

Lífið
Fréttamynd

Tón­hylur sam­einar reynslu­bolta og þá efni­legustu

Í Árbænum vinna margir af reyndustu og efnilegustu tónlistarmönnum landsins að því að skapa tónlist í sérstökum tónlistarklasa. Stjórnarformaður segir eitt markmiðanna hafa verið að ólíkt listafólk geti fengið ráð hjá hvoru öðru og skapað eitthvað saman.

Lífið
Fréttamynd

Hann breytti öllu – og gerði það með háði

Það eru fáir einstaklingar sem hafa haft jafndjúp og margræð áhrif á íslenska menningu og listalíf og Magnús Þór Jónsson – Megas. Nú þegar hann fagnar 80 ára afmæli sínu ber að staldra við og virða fyrir sér þá arfleifð sem hann hefur skilið eftir sig: óhefðbundna og stundum óþægilega spegilmynd af sjálfsímynd þjóðarinnar.

Skoðun