Ég fór og skoðaði úrvalið þeirra og var í miklum vanda að velja eitthvað en það tókst að lokum. Ég ákvað að taka bakkaþema og keypti kringlótta bakka sem voru 3 í pakka. Ég krossaði fingur og vonaði að fallegi glerhjálmurinn minn passaði á einhvern af þessum þremur bökkum og það kom í ljós að miðjubakkinn smellpassaði.
Ég keypti líka smávegis krúttlegt skraut sem ég ætla að hafa inni í hjálminum. Ég náði mér í málninguna sem ég fékk í síðustu A4 áskorum, fann afgang af marmarafilmu í geymslunni og hófst handa.
Kemur bara ljómandi fallega út finnst mér. En kona kaupir ekki 3 bakka í setti og notar bara einn, það er bara bruðl og vitleysa. Mig hefur lengi langað að gera svona kaffi/kakó horn í eldhúsinu mínu og finnst það líka einkar viðeigandi svona á aðventunni. Ég ákvað að hafa þann bakka bláan en ég átti afgang af blárri málningu frá A4 síðan í síðustu áskorun og svo passar blái liturinn líka við hrærivélina mína.
Minnsti bakkinn varð að sápudiski í þvottahúsinu þar sem restin af síðustu áskorun er staðsett. En í fyrra gerði ég þennan kassa upp sem geymir þvottaduftið og málaði rammann með þvottaleiðbeiningum líka.
Ég er alveg súperánægð með þvottahúsið mitt í fallegu íbúðinni minni, þó það sé lítið rúmast alveg ótrúlega vel í því.
Aðrar bloggsíður sem tóku þátt í þessu verkefni eru:
og svo auðvitað skreytum hús en hún Soffía snillingur er tengiliðurinn okkar í þessu verkefni.