Fara í innihald

Norður-Ródesía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 7. mars 2013 kl. 21:52 eftir Addbot (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. mars 2013 kl. 21:52 eftir Addbot (spjall | framlög) (Bot: Flyt 19 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q953903)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Norður-Ródesía var breskt verndarsvæði í sunnanverðri Afríku. Nýlendan varð til við sameiningu Norðvestur- og Norðaustur-Ródesíu sem bæði voru hlutar Ródesíu og undir stjórn Breska Suður-Afríkufélagsins. Bresk stjórn tók við 1923 þar til landið hlaut sjálfstæði sem Sambía 24. október 1964.

Norður-Ródesía gekk inn í Sambandsríki Ródesíu og Nýasalands þegar það var búið til árið 1953, en þegar ríkjasambandið liðaðist í sundur seint árið 1963 varð Norður-Ródesía aftur sérstakt svæði þar til það hlaut sjálfstæði árið eftir.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.