1964
Útlit
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
1964 (MCMLXIV í rómverskum tölum) var 64. ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Sambandsríki Ródesíu og Nýasalands var leyst upp.
- 4. janúar - Páll 6. páfi heimsótti Ísrael.
- 5. janúar - Páll 6. páfi og patríarkinn Aþenagóras 1. af Konstantínópel hittust á fyrsta fundi kirkjuleiðtoganna frá 15. öld.
- 8. janúar - Lyndon B. Johnson kynnti stríðið gegn fátækt í ræðu.
- 9. janúar - Dagur píslarvottanna: Átök leiddu til dauða 21 Panamabúa og 4 bandarískra hermanna við Panamaskurðinn.
- 11. janúar - Landlæknir Bandaríkjanna, Luther Terry, lýsti því yfir að reykingar væru hættulegar heilsu manna.
- 12. janúar - Soldán Sansibar, Jamshid bin Abdullah, var steypt af stóli. Þúsundir íbúa af arabískum og suðurasískum uppruna voru myrtir í uppþotum í kjölfarið.
- 16. janúar - Borgarstjórn Kaupmannahafnar bannaði reykingar í almenningsvögnum þar sem ekki væri hægt að aðskilja reykrými.
- 18. janúar - Sjónvarpsþættirnir Á Saltkráku hófu göngu sína í sænska ríkissjónvarpinu.
- 20. janúar - Meet the Beatles, önnur breiðskífa Bítlanna, kom út í Bandaríkjunum.
- 22. janúar - Kenneth Kaunda varð fyrsti forsætisráðherra Norður-Ródesíu.
- 28. janúar - Bandarísk herþota í æfingaflugi flaug yfir Austur-Þýskaland þar sem hún var skotin niður af sovésku herliði nálægt Erfurt.
- 29. janúar:
- Vetrarólympíuleikarnir 1964 hófust í Innsbruck, Austurríki.
- Sovétríkin skutu tveimur gervihnöttum, Elektron I og II, á loft með einni geimflaug.
- NASA sendi geimfarið Ranger 6 til tunglsins.
- 30. janúar - Herforinginn Nguyễn Khánh framdi valdarán í Víetnam.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 25. febrúar - Cassius Clay (sem breytti skömmu síðar nafninu í Muhammad Ali) vann heimsmeistaratitillinn í hnefaleikum.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 4. mars - Hljómsveitin Hljómar hélt tónleika í Háskólabíói og nutu mikilla vinsælda í kjölfarið.
- 11. mars - Tívolí í Reykjavík var lagt niður.
- 13. mars - Sextíu þjóðþekktir einstaklingar sendu frá sér áskorun til íslenskra stjórnvalda um að takmarka sjónvarpsútsendingar Kanasjónvarpsins.
- 21. mars - Ítalía vann Eurovision.
- 23. mars - Fyrsta Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun var haldin.
- 27. mars - Gríðarstór jarðskjálfti, sá næststærsti sem mældur hefur verið, varð nálægt Anchorage, Alaska. 125 létust og eyðilagðist borgin mikið.
- 31. mars - 1. apríl - Valdarán í Brasilíu: Herforingjastjórn steypti af stóli lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 13. apríl - Sidney Poitier varð fyrsti þeldökki leikarinn til að vinna óskarsverðlaun fyrir aðalhlutverk í kvikmynd.
- 15. apríl - Verslunarfélagið Íslensk Ameríska var stofnað.
- 25. apríl - Hjarta- og æðaverndarfélag Reykjavíkur var stofnað.
- 26. apríl - Tanganjika og Sansibar sameinuðust í Tansaníu.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- Hljómsveitin The Moody Blues var stofnuð.
- 9. maí - Verkamannasamband Íslands var stofnað.
- 27. maí - Kólumbísku skæruliðasamtökin FARC voru stofnuð sem „Suðurblokkin“.
- 28. maí - Frelsissamtök Palestínu voru stofnuð.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 12. júní - Nelson Mandela og 7 aðrir voru dæmdir í fangelsi í Suður-Afríku.
- 17. - 21. júní - Evrópukeppnin í knattspyrnu fór fram.
- 21. júní - Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 5. júlí - Byggðasafn Árnesinga var opnað.
- 6. júlí - Malaví hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
- 16. júlí - Filippus prins, hertogi af Edinborg heimsótti Ísland.
- 27. júlí - Víetnamstríðið: Bandaríkin fjölguðu í herliði sínu um 5.000 hermenn og varð fjöldi þeirra 21.000.
- 30. júlí - Íslensk málnefnd var stofnuð.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 13. ágúst - Síðustu aftökurnar fóru fram í Bretlandi.
- 17. ágúst - Liverpool FC spilaði við KR á Íslandi og vann 5-0.
- 27. ágúst - Kvikmyndin Mary Poppins var frumsýnd. Hún sló metsölu.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 4. september - Brúin yfir Firth of Forth opnaði í Skotlandi.
- 21. september - Malta fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 1. október - Fyrsta háhraðalest heims, Shinkansen í Japan, hóf göngu sína milli Tókíó og Ósaka.
- 4. október - Hraðbrautin Autostrada del Sole (A1) var vígð í Flórens af Aldo Moro forsætisráðherra.
- 5. október
- Yfir 50 manns tókst að flýja Austur-Berlín í gegnum göng undir Berlínarmúrinn.
- Elísabet 2. hóf opinbera heimsókn sína til Kanada.
- 10. október - Sumarólympíuleikarnir 1964 voru settir í Tókíó, Japan. Þetta voru fyrstu ólympíuleikarnir í Asíulandi.
- 12. október:
- Sovétríkin sendu mannaða geimfarið Voskhod 1 út í geim með þremur geimförum.
- Robert Moog sýndi frumgerð Moog-hljóðgervilsins.
- 14. október
- Leoníd Brezhnev tók við sem leiðtogi Sovétríkjanna eftir að Níkíta Khrústsjov var steypt af stóli.
- Martin Luther King jr. varð yngsti handhafi friðarverðlauna Nóbels.
- 15. október - Breski verkamannaflokkurinn, undir forystu Harold Wilson, vann nauman sigur á Íhaldsflokknum sem hafði verið við völd í yfir 13 ár.
- 17. október - Alþýðulýðveldið Kína gerði sína fyrstu kjarnorkutilraun.
- 22. október - Jean-Paul Sartre hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum sem hann hafnaði.
- 24. október - Norður-Ródesía fékk sjálfstæði frá Bretlandi sem Sambía.
- 26. október - Fjöldamorðinginn Eric Edgar Cooke var síðarsti maðurinn sem var tekinn af lífi í Vestur-Ástralíu.
- 27. október - Skæruliðaforinginn Christopher Gbenye tók 60 Bandaríkjamenn og 800 Belga í gíslingu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
- 29. október - Fjölda gimsteina, þar á meðal Stjörnu Indlands, var stolið frá Bandaríska náttúrugripasafninu í New York-borg.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 3. nóvember -
- Forsetakosningar í Bandaríkjunum: Lyndon B. Johnson sitjandi forseti vann sigur.
- Herinn framdi valdarán í Bólivíu.
- 4. nóvember - Bjarni Benediktsson fór í opinbera heimsókn til Ísraels.
- 21. nóvember - Verrazano-Narrows-brúin, stærsta hengibrú heims á þeim tíma, var opnuð í New York.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 6. janúar - Ólafur Gunnar Guðlaugsson, íslenskur hönnuður.
- 7. janúar - Nicolas Cage, bandarískur leikari.
- 12. janúar - Jeff Bezos, bandarískur athafnamaður.
- 17. janúar - Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna.
- 4. febrúar - Oleh Protasov, úkraínskur knattspyrnumaður.
- 6. febrúar - Andrej Zvjagíntsev, rússneskur kvikmyndaleikstjóri.
- 11. febrúar - Adrian Hasler, stjórnmálamaður frá Liechtenstein.
- 15. febrúar - Chris Farley, bandarískur leikari og grínisti (d. 1997).
- 19. febrúar - Jennifer Doudna, bandarískur lífefnafræðingur.
- 30. mars - Vera Zimmermann, brasilísk leikkona.
- 6. apríl - David Woodard, bandarískur rithöfundur, tónskáld og hljómsveitarstjóri.
- 6. apríl - Tim Walz, bandarískur stjórnmálamaður.
- 20. apríl - Crispin Glover, bandarískur leikari.
- 20. apríl - Andy Serkis, breskur leikari.
- 25. apríl - Hank Azaria, bandarískur leikari og raddleikari.
- 26. apríl - Björn Zoëga, íslenskur læknir.
- 27. apríl - Þórir Hergeirsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1. maí - Halla Signý Kristjánsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 19. maí - Gitanas Nausėda, litáískur stjórnmálamaður.
- 30. maí - Tom Morello, bandarískur gítarleikari.
- 15. júní - Courteney Cox, bandarísk leikkona.
- 18. júní - Uday Hussein, íraskur leiðtogi, sonur Saddam Hussein (d. 2003).
- 19. júní - Ásgrímur Sverrisson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður.
- 28. júní - Sabrina Ferilli, ítölsk leikkona.
- 16. júlí - Miguel Induráin, spænskur hjólreiðamaður.
- 20. júlí - Chris Cornell, bandarískur söngvari og tónlistarmaður (d. 2017).
- 20. júlí - Hermundur Sigmundsson, íslenskur sálfræðingur.
- 22. júlí - David Spade, bandarískur leikari og grínisti.
- 26. júlí - Sandra Bullock, bandarísk leikkona.
- 31. júlí - Jean-Paul Vonderburg, sænskur knattspyrnumaður.
- 6. ágúst - Adam Yauch, bandarískur rappari (d. 2012).
- 8. ágúst - Giuseppe Conte, ítalskur lögfræðingur.
- 24. ágúst - Dana Gould, bandarískur leikari.
- 24. ágúst - Svandís Svavarsdóttir, stjórnmálamaður.
- 2. september - Keanu Reeves, bandarískur leikari.
- 13. september - Mladen Mladenović, króatískur knattspyrnumaður.
- 15. september - Robert Fico, slóvakískur stjórnmálamaður.
- 16. september - Molly Shannon, bandarísk leikkona.
- 3. október - Clive Owen, breskur leikari.
- 9. október - Guillermo del Toro, mexíkóskur leikstjóri.
- 20. október - Kamala Harris, bandarískur stjórnmálamaður.
- 4. nóvember - Bjarni Elvar Pjetursson, íslenskur tannlæknir.
- 10. nóvember - Magnús Scheving, íþróttamaður, leikari og framleiðandi.
- 14. nóvember - Patrick Warburton, bandarískur leikari.
- 24. nóvember - Garret Dillahunt, bandarískur leikari.
- 25. nóvember - Mukhriz Mahathir, malasískur stjórnmálamaður.
- 29. nóvember - Don Cheadle, bandarískur leikari.
- 4. desember - Marisa Tomei, bandarísk leikkona.
- 4. desember - Sertab Erener, tyrknesk söngkona.
- 8. desember - Teri Hatcher, bandarísk leikkona.
- 18. desember - Steve Austin, bandarískur atvinnuglímukappi.
- 21. desember - Gísli Snær Erlingsson, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 23. desember - Eddie Vedder, bandarískur söngvari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 7. janúar - Cesáreo Onzari, argentínskur knattspyrnumaður (f. 1903).
- 9. mars - Paul von Lettow-Vorbeck, þýskur herforingi (f. 1870).
- 5. apríl - Douglas MacArthur, bandarískur herforingi (f. 1880).
- 11. apríl - Guillermo Subiabre, síleskur knattspyrnumaður (f. 1903).
- 16. apríl - Sigvaldi Thordarson, íslenskur arkitekt (f. 1911).
- 24. apríl - Gerhard Domagk, þýskur örverufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1895).
- 3. júní - Frans Eemil Sillanpää, finnskur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1888).
- 2. ágúst - Olga Desmond, þýsk leikkona (f. 1890).
- 12. ágúst - Ian Fleming, breskur rithöfundur, best þekktur fyrir bækur sínar um James Bond (f. 1908).
- 10. september - Dóra Þórhallsdóttir, íslensk forsetafrú (f. 1893).
- 12. nóvember - Ólafur Friðriksson, íslenskur verkalýðsleiðtogi (f. 1886).
- 31. desember - Ólafur Thors, stjórnmálamaður (f. 1892).
- Eðlisfræði - Charles Hard Townes, Níkolaj Basov, Aleksandr Prokhorov
- Efnafræði - Dorothy Crowfoot Hodgkin
- Læknisfræði - Konrad Bloch, Feodor Lynen
- Bókmenntir - Jean-Paul Sartre (afþakkaði verðlaunin)
- Friðarverðlaun - Martin Luther King, Jr.