Fara í innihald

Arkhangelsk-fylki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning Arkangelskfylkis sýnd á korti af Rússlandi.

Arkangelskfylki (rússneska: Арха́нгельская о́бласть, Arkhangelskaya oblast) er fylki (oblast) í sambandslýðveldinu Rússlandi. Það nær yfir Frans Jósefsland, eyjarnar Novaja Semlja og Nenetsíu. Bæði Fligelíhöfði, nyrsti oddi Evrópu, og Sjelaníjahöfði, austasti oddi Evrópu, tilheyra þessu fylki. Höfuðstaður fylkisins og stærsta borgin er Arkhangelsk við Hvítahaf. Severodvinsk er næststærst og er helsta höfn rússneska flotans. Íbúar fylkisins voru um 1,3 milljónir árið 2010. Stærð fylkisins er 587.400 ferkílómetrar.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.