Autostrada del Sole
Útlit
Autostrada del Sole (ítalska: Autostrada A1 eða Sólarhraðbrautin) er hraðbraut sem liggur suður eftir Ítalíu milli borganna Mílanó, Bologna, Flórens, Rómar og Napólí. Hraðbrautin er sú lengsta á Ítalíu, 754 km að lengd. Tilgangurinn með byggingu hennar var að styðja við endurreisn ítalsks efnahagslífs eftir þrengingar eftirstríðsáranna. Vinna við hana hófst 19. maí 1956 og hún var vígð 4. október 1964.