Fara í innihald

Rathlaup

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tveir keppendur í rathlaupi stimpla sig inn á stöð

Rathlaup er íþrótt upprunnin í Svíþjóð sem gengur út á að finna staði á víðavangi með landakorti og áttavita. Þátttakendur fá rathlaupskort og eiga að ferðast á milli stöðva, sem eru merktar með rathlaupsflöggum, þar sem þeir staðfesta komu sína með því að stimpla merki á spjald með gataklemmu eða með rafrænum hætti. Oftast er hlaupið þannig að sá sem er fyrstur að ferðast milli allra stöðvanna í réttri röð sigrar.

Til eru ýmis afbrigði af rathlaupi eins og skíðarathlaup, langrathlaup (rogaining), fjallahjólaratleikur, maraþonrathlaup, sprettrathlaup o.s.frv.

Keppt er í rathlaupi á Heimsleikunum. Alþjóðlega rathlaupasambandið var stofnað árið 1961 og hefur yfirumsjón með íþróttinni.