Fara í innihald

Robert Wagner

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Robert Wagner
Robert Wagner í „It takes a theif” (1969)
Robert Wagner í „It takes a theif” (1969)
Upplýsingar
FæddurRobert John Wagner
10. febrúar 1930 (1930-02-10) (94 ára)
Ár virkur1950 -
Helstu hlutverk
Alexander Mundy í It Takes a Thief
Pete T. Ryan í Switch
Jonathan Hart í Hart to Hart
Nr. 2 í Austin Powers myndunum

Robert Wagner (fæddur Robert John Wagner, 10. febrúar 1930) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í It Takes a Thief, Switch, Hart to Hart og sem Nr. 2 í Austin Powers myndunum.

Wagner er fæddur í Detroit, Michigan en fjölskylda hans fluttist til Los Angeles þegar hann var sjö ára. Wagner vildi alltaf verða leikari og vann hann ýmis störf þar á meðal sem bílstjóri fyrir Clark Gable í leit sinni að draumastarfinu. Wagner var uppgvötaður á veitingastað með foreldrum sínum. Fékk hann samning hjá 20th Century-Fox þar sem hann lék ýmis hlutverk næstu árin. Wagner gaf út sjálfsævisögu sína Pieces of My Heart: A Life sem var skrifuð af Scott Eyman og gefin út 23.september 2008.

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Wagner hefur verið giftur fjórum sinnum[1]. Þegar hann var 27 ára þá kynntist hann unglingsstjörnunni Natalie Wood sem hann giftist árið 1957 en skildu síðan árið 1962. Eftir skilnaðinn þá fluttist Wagner til Evrópu[2] og þar hitti hann leikkonuna Marion Marshall og saman fluttust þau til bandaríkjanna árið 1963. Wagner og Marion giftust árið 1963 og saman áttu þau eina dóttur Katie Wagner. Skildu þau árið 1970 eftir níu ára hjónaband. Wagner hélt alltaf sambandi við Natalie Wood og giftust þau aftur árið 1972 og saman áttu þau eina dóttur Courtney Wagner. Þann 29. Nóvember 1981, þá drukknaði Wood nálægt snekkju þeirra fyrir utan Catalina Island , með um borð var Wagner og Christopher Walken sem var samleikari Wood í Brainstorm. Wagner varð forræðismaður yfir dóttur Wood Natasha Gregson. Árið 1982 þá byrjaði Wagner með leikkonunni Jill St. John og eftir átta ára samband þá giftust þau árið 1990.

Fyrsta hlutverk Wagners var í kvikmyndinni The Happy Years síðan 1950, lék hann síðan smáhlutverk í nokkrum hermyndum þangað til honum varð boðið hlutverk í With a Song in My Heart frá 1952, sem lamaður hermaður. Lék hann á móti Susan Hayward en þetta hlutverk gaf honum samning hjá 20th Century Fox. Wagner lék síðan í kvikmyndum á borð við: White Feather, The Mountain, In Love and War, The Pink Pather og Titanic. Árið 1972 þá framleiddi hann og lék í á móti Bette Davis í smyndinni Madame Sin sem var gefin út á erlendan markað. Árið 1974 þá lék Wagner á móti Steve McQueen, Paul Newman og Faye Dunaway í kvikmyndinni The Towering Inferno. Síðan þá hefur Wagner komið fram í kvikmyndum á borð við: Midway á móti Charlton Heston, Henry Fonda og James Coburn, Austin Power: Inernational Man of Mystery, Crazy in Alabama, Austin Powers in Goldmember, Little Victim og Man in the Chair.

Fyrsta hlutverk Wagners í sjónvarpi var í þáttum fyrir 20th Century Fox árin 1955-1956. Árið 1968 þá var honum boðið hlutverk í It Takes a Thief sem Alexander Mundy, þar lék hann á móti Fred Astaire sem lék föður hans. Astaire og Wagner voru góðir vinir áður en þeir léku saman í þættinum en Wagner hafði stundað nám með syni Astaires. Wagner lék í þættinum til ársins 1970. Kom hann síðan fram sem gestaleikari í þáttum á borð við The Red Skelton Show, Colditz og The Streets of San Francisco.. Árið 1975 þá var Wagner boðið hlutverk Pete T. Ryan í Switch sem hann lék til ársins 1978. Árið 1979 þá bauðs Wagner aðalhlutverk í Hart to Hart sem Jonathan Hart, þáttur sem hann lék í til ársins 1984. Síðan þá hefur Wagner komið fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: Julie, Cybill, Las Vegas, NCIS, Boston Legal og Two and a Half Men.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1950 The Happy Years Adams
Cleaves Catcher
óskráður á lista
1950 Halls of Montezuma Coffman
1951 Teresa G.I. óskráður á lista
1951 The Frogmen Lt. (jg) Franklin
1951 Let´s Make It Legal Jerry Denham
1952 With a Song in My Heart GI fallhlífastökkvari
1952 What Price Glory Pvt. Lewisohn
1952 Stars and Stripes Forever Willie Little
1953 The Silver Whip Jess Harker
1953 Titanic Gifford Rogers
1953 Beneath the 12-Mile Reef Tony Petrakis
1954 Prince Valiant Prince Valiant
1954 Broken Lance Joe Devereaux
1955 White Feather Josh Tanner
1956 A Kiss Before Dying Bud Corliss
1956 Between Heaven and Hell Sfc. Pvt. Sam Francis Gifford
1956 The Mountain Christopher ´Chris´ Teller
1957 The True Story of Jesse James Jesse James
1957 Stopover Tokyo Mark Fannon
1958 The Hunters Lt. Ed Pell
1958 In Love and War Frank ´Frankie´ O´Neill
1959 Say One for Me Tony Vincent
1960 Alll the Fine Young Cannibals Chad Bixby
1961 Sail a Crooked Ship Gilbert Barrows
1962 The Longest Day U.S. Army Ranger
1962 The War Lover 1st. Lt. Ed Bolland
1962 I sequestrati di Altona Werner von Gerlach
1963 The Pink Pather George Lytton
1966 Harper Allan Taggert
1967 Banning Mike Banning
1968 The Biggest Bundle of Them All Harry Price
1968 Don´t Just Stand There! Lawrence Colby
1969 Winning Luther ´Lou´ Erding
1972 Madame Sin Anthony Lawrence
1972 Journey Through Rosebud ónefnt hlutverk
1974 The Towering Inferno Bigelow
1976 Midway Lieutenant Commander Ernest L. Blake
1979 The Concorde...Airport ´79 Dr. Kevin Harrison
1983 Curse of the Pink Panther George Lytton
1983 I Am the Cheese Dr. Brint
1991 Delirious Jack Gates óskráður á lista
1993 Dragon: The Bruce Lee Story Bill Krieger
1997 Overdrive Freddie
1997 Austin Powers: International Man of Mystery Nr. 2
1998 Wild Things Tom Baxter
1998 Something to Believe In Brad
1999 Dill Scallion Mr. Llama
1999 No Vacancy Mr. Tangerine
1999 Austin Powers: The Spy Who Shagged Me Nr. 2
1999 Crazy in Alabama Harry Hall
1999 Forever Fabulous Lyle Devereaux Green
1999 Play It to the Bone Hank Goody
2001 The Kidnapping of Chris Burden Chris Burden
2002 Nancy & Frank – A Manhattan Love Story Curtis Sherman
2002 Austin Powers in Goldmember Nr. 2
2002 The Calling Amos
2003 Sol Goode Pabbi Sol´s
2004 El padrino Paul Fisch
2005 Little Victim Howard
2006 Hoot Bæjarstjórinn Grandy
2006 Everyone´s Hero Mr. Robinson Talaði inn á
2007 Man in the Chair Taylor Moss
2007 Netherbeast Incorporated Forsetinn Jame A. Garfield
2009 The Wild Stallion Novak
2010 Life´s a Beach Tom Wald
2011 The Summoning Chief Thomas
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1955-1956 The 20th Century-Fox Hour Wade Connors 2 þættir
1963 The Eleventh Hour Kenny Walsh Þáttur: And God Created Vanity
1966 Bob Hope Presents the Chrysler Theatre Harry Brophy
Lieutenant Commander Nick Raino
2 þættir
1967 How I Spent My Summer Vacation Jack Washington Sjónvarpsmynd
1968-1970 It Takes a Thief Alexander Mundy 66 þættir
1970 The Red Skelton Show Colossal Boy Þáttur: The Family Business
1971 City Beneath the Sea Brett Sjónvarpsmynd
1970-1971 The Name of the Game Dave Corey
Nick Freitas
2 þættir
1971 Crosscurrent Howard McBride Sjónvarpsmynd
1971 Perlico-Perlaco ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1972 Killer by Night Dr. Larry Ross Sjónvarpsmynd
1972 Hallmark Hall of Fame Kynnir Þáttur: Love! Love! Love!
1972 The Streets of San Francisco David J. Farr Þáttur: Pilot
1973 The Affair Marcus Simon Sjónvarpsmynd
1972-1974 Colditz Major (Flt. Lt.) Phil Carrington 14 þættir
1975 The Abduction of Saint Anne Dave Hatcher Sjónvarpsmynd
1976 Death at Love House Joel Gregory (Jr. og Sr.) Sjónvarpsmynd
1976 Cat on a Hot Tin Roof Brick Sjónvarpsmynd
1975-1978 Switch Pete T. Ryan 71 þættir
1978 The Critical List Dr. Nick Sloan Sjónvarpsmynd
1978 Pearl Capt. Cal Lankford 3 þættir
1984 To Catch a King Joe Jackson Sjónvarpsmynd
1979-1984 Hart to Hart Jonathan Hart 111 þættir
1986 There Must Be a Pony Ben Nichols Sjónvarpsmynd
1985-1987 Lime Street James Greyson Culver 7 þættir
1987 Love Among Thieves Mike Chambers Sjónvarpsmynd
1988 Windmills of the Gods Mike Slade Sjónvarpsmynd
1988 Indiscreet Philip Adams Sjónvarpsmynd
1989 Around the World in 80 Days Alfred Bennett 3 þættir
1991 This Gun for Hire Raven Sjónvarpsmynd
1991 False Arrest Ron Lukezic Sjónvarpsmynd
1991-1992 The Trials of Rosie O´Neill Peter Donovan 2 þættir
1992 Julie ónefnt hlutverk Þáttur: Stop and Smell the Horses
1992 Jewels Charles Davenport Sjónvarpsmynd
1993 Les audacieux Charles Madigan Sjónvarpsmynd
1993 Hart to Hart Returns Jonathan Hart Sjónvarpsmynd
1994 Hart to Hart: Home Is Where the Hart Is Jonathan Hart Sjónvarpsmynd
1994 Heaven & Hell: North & South, Book III Cooper Main 3 þættir
1994 Hart to Hart: Crimes of the Hart Jonathan Hart Sjónvarpsmynd
1994 Hart to Hart: Old Friends Never Die Jonathan Hart Sjónvarpsmynd
1994 Parallel Lives Fógetinn Sjónvarpsmynd
1995 Cybill Jonathan Hart Þáttur: Virgin, Mother, Crone
óskráður á lista
1995 Hart to Hart: Secrets of the Hart Jonathan Hart Sjónvarpsmynd
1995 Dancing in the Dark ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
óskráður á lista
1995 Hart to Hart: Two Harts is ¾ Time Jonathan Hart Sjónvarpsmynd
1996 Hart to Hart: Harts in High Season Jonathan Hart Sjónvarpsmynd
1996 Hart to Hart: Till Death Do Us Hart Jonathan Hart Sjónvarpsmynd
1997 Seinfeld Dr. Abbott Þáttur: The Yada Yada
1997 Austin Powers´ Electric Pussycat Swingers Club The Swingers Club Sjónvarpsmynd
1999 Camino de Santiago William Derek Sjónvarps mínisería
1999 Fatal Error Albert Teal Sjónvarpsmynd
2000 Die Abzocker – Eine eiskalte Affäre Felix Baumgartner Sjónvarpsmynd
2000 Rocket´s Red Glare Gus Baker Sjónvarpsmynd
2000 Becoming Dick Edward Sjónvarpsmynd
2001 The Retrievers Durham Haysworth Sjónvarpsmynd
2003 A Screwball Homicide Sheldon Bennett Sjónvarpsmynd
2003 On the Spot Barry Butters Þáttur: Little Brenda Dynamite
2003 Mystery Woman Jack Stenning Sjónvarpsmynd
2005 The Fallen Ones Morton Sjónvarpsmynd
2005 Category 7: The End of the World Sen. Ryan Carr Sjónvarpsmynd
2006 Las Vegas Alex Avery Þáttur: Cash Springs Eternal
2003-2006 Hope & Faith Jack Fairfield 7 þættir
2006 Boston Legal Barry Goal 2 þættir
2007 Making It Legal ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2007 Hustle Anthony Westley Þáttur: As One Flew Out of the Cuckoo´s Nest, One Flew In
2007-2008 Two and a Half Men Teddy Leopold 5 þættir
2008 Pretty/Handsome Scotch Fitzpayne Sjónvarpsmynd
2010 The Tonight Show with Jay Leno Crime Lord Þáttur: Cop ´n Kitty
2010 NCIS Anthony DiNozzo 2 þættir

Framleiðandi

[breyta | breyta frumkóða]
  • 1999: Forever Fabulous (Meðframleiðandi)
  • 1996: Hart to Hart: Till Death Do Us Hart (Meðframleiðandi)
  • 1996: Hart to Hart: Harts in High Season (Meðframleiðandi)
  • 1995: Hart to Hart: Two Harts in 3/4 Time (Meðframleiðandi)
  • 1995: Hart to Hart: Secrect of the Hart (Meðframleiðandi)
  • 1994: Hart to Hart: Old Friends Never Die (Meðframleiðandi)
  • 1994: Hart to Hart: Crimes of the Hart (Meðframleiðandi)
  • 1994: Hart to Hart: Home is Where the Hart is (Meðframleiðandi)
  • 1993: Hart to Hart Returns (Meðframleiðandi)
  • 1986: There Must Be a Pony (Meðframleiðandi)
  • 1972: Madame Sin (Framleiðandi)

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Emmy-verðlaunin

Golden Globe-verðlaun

Method Fest

People's Choice-verðlaun

  • 1980: Verðlaun sem besti nýi leikarinn í nýjum sjónvarpsþætti

Phoenix Kvikmyndahátíðin

  • 2006: Copper Wing Tribute verðlaunin

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Robert Wagner biography
  2. Wagner. Page 145.

Wagner, Robert (2008). Pieces of my Heart - A Life. New York: Harper Collins. bls. 324 bls. ISBN 978-0-06-137331-2.